Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Page 43
Fréttir 37
F RÉTTIR.
Karlakórinn Kátir félaffar
hélt söngskemtun i Gamla Bíó
5. febrúar síðastliðinn. Þetta
er ungur kór, sem skipaður er
nærri 40 kornungum mönnum
með friskar og blæfagrar radd-
ir. Kórinn hefir á tiltölulega
skömmum tíma unnið bug á
byrjunarerfiðleikunum og bar
söngurinn á sér svip menning-
ar. En söngnum er þó auðvit-
að enn í ýmsu ábótavant. Má
fyrst nefna skortinn á radd-
magni. Kórinn á ekki til vcru-
legt „forte“. Er sennilegt, að
söngstjórinn muni liingað til
hafa lagt meiri áherzlu á veik-
an söng en sterkan, enda er
það vitanlega ákjósanleg undir-
staða, að kunna að syngja
veikt. Af ungum mönnum, eklci
sizt þeim, sem nefna sig „Káta
félaga“, býst maður við frjáls-
um og glöðuin söng. En ])ess-
um vonum manna brugðust
þeir. Er líklegt að þetta stafi
ekki sízt af því, að söngstjór-
inn haldi þeim á þessu stigi
enn í föstum skorðum. Söng-
stjórinn, Hallur Þorleifsson,
hefir sýnilega unnið að kórnuni
með mestu alúð og er söng-
stjórn hans nákvæm og smekk-
vís. Er líklegt, að þessi efni-
lcgi kór nuini undir handleiðsln
hans geta komizt i fremstu röð.
Karlakórinn „Þrestir". Hafn-
arfjarðarkórinn „Þrestir” er
fyrsti utanbæjarkórinn, sem
sungið hefir opinberlega í
Reykjavík. Það cru liðin meira
en 10 ár síðan. Þá var söng-
• flokkurinn fámennur og radd-
gæðin upp og ofan, en gat sér
þó góðan orðstír. Kórinn átti
25 ára afmæli á þessum vetri
og er því eldri en Reykjavikur-
kórarnir. Við hann eru bund-
in nöfn kunnra tónlistarmanna,
og vil ég sérstaklega nefna tón-
skáldin Friðrik Bjarnason og
Sigurð Þórðarson. Nú er kórinn
orðinn fjölmennur, skipaður 37
mönnum, flestir nýliðar. Gömlu
söngmennirnir eru fallnir frá,
farnir burtu eða þagnaðir.
Raddgæðin eru enn upp og of-
an. Innan um eru góðar radd-
ir, en þörf væri á að vinsa
úr kórnum lökustu söngmenn-
ina, og fengist þá góður stofn.
Einnig er þörf á að þjálfa bct-
ur söngraddirnar, svo söngur-
inn yrði fágaðri. Ef unnið er
sleitulaust að þessu, hefir kór-
inn skilyrði til l)ess að komast
á bekk með okkar beztu kór-
um. Söngstjórinn er Jón Isleifs-
son söngkennari. Hann er á-
hugasamur og ötull söngstjóri,
sem veit hvað liann vill. En
'nokkuð mætti stundum deila
um skilning hans á verkefnun-
um, sérstaklega að þvi er hljóð-
falli viðvíkur.
M.A.-kvartettinn. Hann er
skipaður fjórmenningunum Þor-
geiri og Steinþóri Gestssonum
frá Hæli, Jakob Hafstein stud.
jur. og Jóni Jónssyni stud.
theol. Kvartettinn hefir sung-
ið mörg kvöld i Gamla Bíó fyr-
ir fullu húsi og við mikinn