Heimir : söngmálablað - 01.01.1937, Qupperneq 45
Fréttir
39
söngkraftarnir hafi flestir ver-
iö viðvaningar, eins og við hafi
verið að búast. — Þetta er
„kómisk ópera“ eða gaman-
söngleikur. Sumár kunna að
segja, að efnið sé léttmeti, en
það á ekki við að nefna það
því nafni, því enda þótt nú-
tímamönnum kuriiii að þykja
fyndnin úrelt og þráðurinn
hálf hjákátlegur, þá þótti þetta
gott á þeim tíma, er óperan
var samin, og eru aðrar óper-
ur frá þeim tíma sízt betri að
þessu leyti. Höfundur textans
hefir því náð tilgangi sínum.
Músikin er ekkert léttmeti, þótt
hún sé létt og glaðlynd. Höf-
undurinn er að vísu ekki neitt
stórmenni á sviði tónlistarinn-
ar, hann siglir i kjölfar sinna
miklu fyrirrennara og samtíð-
armanna, oftast nær smekklega
og alltaf af mestu kunnáttu, og
eru kaflar af ósvikinni fegurð
i óperunni. — Operusöngvar-
inn er i senn söngmaður og
leikari. Þetta fer ekki saman
hjá öllum. Sumir söngmenn-
irnir höfðu of veigalitlar radd-
ir í hlutverk sín og nutu sín
því fyrst og fremst sem leik-
arar, eins og Lárus Ingólfsson.
Aðrir reyndust harla litlir
söngmenn, og engu meiri leik-
arar. Sigurður Markan hefir
allmikla rödd og Arnór Hall-
dórsson allmikla bassarödd,
mjúka og hreimfagra. Var
töluverður veigur í söng þeirra.
Það munu ekki skiptar skoð-
anir þeirra, er á lilýddu, að
Pétur Jónsson óperusöngvari
hafi sameinað i sér þetta
tvennt: söngmanninn og leik-
arann. Allur landslýður þekk-
ir hans voldugu hetjurödd, en
allir hafa ekki gert sér ljóst,
að það er röddin og leikurinn,
sem hefir gert hann að hinum
mikla óperusöngvara, sem ár-
um saman söng við ágætan
orðstír veigamikil óperuhlut-
verk á mörgum aðalleiksviðum
Þýzkalands, meðan hann var á
bezta skeiði. Reykvikingum
gafst nú í fyrsta sinn kostur
á að heyra hann og sjá á rétt-
uni veltvangi — i óperunni —
og mun hann hafa vaxið, en
ekki minnkað við þau kynni.
Söngur hans og leikur í hlut-
verki Ahel Abenrade hárskera
var nýr sigur fyrir hann, og
var honum tekið með fádæma
hrifningu að makleikum. Af
kvenfólkinu hafði Sigrún Magn-
úsdóttir mesta hlutverkið með
höndum. Hún hefir mikinn,
bjartan sópran, beitir honum
vel, og leikur liennar er fjör-
legur og skemmtilegur. — Það
hefir óefað kostað mikla vinnu
og þrautseigju, að hrinda þessu
verki af stað, og hýst ég við,
að hér sé enginn maður, sem
hefði haft atorku til slíkra at-
hafna, nema dr. Franz Mixa.
Honum ber að þakka það, að
sönglegur árangur varð allgóð-
ur, eftir efnum og ástæðum,
sérstaklega hvað allt varð
hljóðfallsbundið. Hljómsveit-
inni er alltaf að fara fram, og
sér í lagi bar á því, live leik-
ur hennar nú var hljómbetri
og ójivingaðri en áður. Hlut-
verk leikstjórans, Bjarna Guð-