Nýtt land - 01.01.1936, Síða 3

Nýtt land - 01.01.1936, Síða 3
WTýtt Land 1. ápg., 1. Janúap-Febrúap 19 3 6. * C>duj2Ap tlí HjZAQJaAjCl. Eins og rit þetta ber með sér, er til þess stofnað af „Jafnaðarmanna- félagi íslands" og „Sambandi ungra jafnaðarmanna". Það er von útgefenda og ritstjóra, að ritið megi verða breiður vett- vangur fyrir umræður um stjórnmál, félagsmál, bókmenntir, listir og vísindi, þar sem frjálslyndum og víðsýnum mönnum gefist kostur á að láta skoð- anir sínar í tjósi, miðla af fróðleik sínum, kveðja hljóðs fyrir hugsjónum sínum, rekja reynslu hins liðna og benda á þau úrræði, sem horfa til giftu- samlegrar framtíðar. Vér höfum valið riti þessu heitið „Nýtt Iand“. 1 heitinu felst von vor um það, að ritið megi bera gæfu til þess að eiga verulegan þátt í sköpun hins nýja föðurlands, sem vér vildum að yrði framtíðararfur þessarar þjóð- ar. Með nýrri og endurbættri hagnýtingu gæða landsins, fyrir sgmeiginleg átök orku og anda, með drengilegri, markvissri endursköpun þjóðfélagsins til öflugrar, samvirkrar félagsheildar, á þjóðin þess kost, að skapa sér nýtt föðurland, farsælla og gifturíkara en það, er hún áður átti. Til þess göfuga °g þjóðholla starfs, vill „Nýtt land“ leggja lið sitt. „Nýtt land“ vill og gjarnan verða vettvangur hinnar framstigulu, djarf- huga æsku i landinu, flytja boðskap þeirra hugsjóna, sem hún ann, gefa henni tækifæri til þess að tjá skoðanir sínar og áhugarttál. Island er þakið kumblum viturra manna, sem einangrunin gerði að vanmáttugum píslarvott- um eða sérvitringum, og snillinga, sem aldrei fengu færi á að neyta snilli sinnar til gagns fyrir land og lýð. „Nýtt land“ vill gera sitt til að brjóta þann helfjötur af þeirri kynslóð starfandi manna og æskumanna, er nú lifir. Það vill tengja bygðir landsins, borgir þess og sveitir, dali þess og fiskiver bönd- um bróðernis, umbótavilja, 'djarfra hugsjóna og styrkrar triíar á framtíð- ina. Það vill kynda elda á fjöllum, og vita við sjó fram, er beri birtu skiln-

x

Nýtt land

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.