Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 5

Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 5
N Ý T T L A N D 3 //// (zffít ffó/iannes úi' ffvö/fum. Þú stríðandi lýður að sögunnar sigrum, — þú salt vorrar jarðar um alla tið, sem hugs jónir verndar frá hrörnun og dauða með hendinni þreyttu, með blóðinu rauða: Hvar endar |)ín krossfor? Hvar endar ])itt stríð? Er von þín að týnast í miðaldamyrkur? Er mark þitt að lækka og glatast þinn styrkur? A stríð þitt að enda í því æði, sem ósk þinni og lilgangi ristir níð? Þú stríðandi lýður, sem landinu týndir, — þú ljós þessa heims, bæði um strönd og dal: Hvar leiftrar nú ósk þin á alfaravegi? Hvar ilmar af gleðinnar nýja degi? Hvar syngur nú röddin, er sigra skal? Mun hún syngja i Aríans sjúku hrópum? Mun hún syngja í Rómverjans trylltu ópum? Mun hún syngja við Adua, Aksum, yfir óþekkta hermannsins döprum val? Nei, stríðandi lýður, — i austri er það undur, sem ósk þinna bræðra er runnið frá. Frá Donbas, frá Stalingrad ómar sá óður, sem einn getur vakið upp mannkynsins hróður og bjargað við feðranna fegurstu þrá. — Þar geysisl hinn frelsandi íognuður múgsins gegn frostkulda vestræna dauðasúgsins. Þar er öreiginn orðinn sú hetja, sem aldirnar boðuðu í skáldsins spá.

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.