Nýtt land - 01.01.1936, Blaðsíða 10
8
N Ý T r L A N D
vítugur, skoljarpur á hár og breiðleit-
ur. Þegar hann var níu ára, glímdi
hann við draug i dimmum pakkhús-
gangi og liafði liann undir. Það kom
reyndar upp úr kafinu, að draugur-
inn var 13 ára, langur og fölleitur
stráksláni, sonur verzlunarstjóra fyrir
danskri lieildverzlun þarna i hænum
—- og liafði hyrjað að reykja Fil á
níunda ári. En Siggi var eftir þetta
kallaður Draugafellir, og það nafn lét
liann sér vel líka, en lians fyrra við-
urnefni liafði kostað bæði liann og
aðra drengi hlátt auga og blóðnasir,
og ýmsar af telpunum, sem liöfðu
dirfst að kalla hann því, liöfðu feng-
ið þá reynslu, að liárið á liöfði þeirra
var ekki eins rækilega fest og æski-
legt lieí'ði verið. Draugafellir var nú
húinn að vera tvö sumur í sveit, og
liann hljóp fram á, beit og harði í
hestaleik við krakkana — og svo hvi-
aði hann svo náttúrlega, að stelpurn-
ar ráku upp liljóð og fundu fara um
sig agalega eittlivað einkennilegan
liroll ... I skólanum var liann i með-
allagi, ágætur hjá sumum kennurun-
um, en bráðómögulegur lijá öðrum,
allt eftir lcennaranna gerð og fram-
komu.
Systir lians var ákaflega ólik hon-
um. Hún var há og grönn — ljóshærð
— og það sagði Jóna að stemmdi, því
hann hefði einmitt verið ljósliærður,
hann Viggó á skipinu . .. En eitt var
dálítið einkennilegt við Gunnu litlu.
Það voru augun. Þau voru blá — og
það var ekkert skrítið. En þau voru
svo frámunalega hissa á öllu. Ef ein-
hver ávarpaði Gunnu, þá starði hún
svo steinhissa á liann, að hún gleymdi
að svara. Og kennarinn, sem kenndi
henni að lesa, alveg sárkvartaði und-
an henni. Hún sýndist verða hreinlega
mállaus af undrun, þegar hann sýndi
henni þessar figúrur ... En Gunna
passaði hörn af mestu snilld. Hún ók
harnavagni svo gætilega, að jafnvel
börn á fyrsta ári ældu ekki i koddann
sinn. Það kom ekki eitt einasta skipti
fyrir, að liún færi í kappakstur við
liinar harnavagnastelpurnar, sem þó
liöfðu það. nú til, að taka sér svoleið-
is liressingu uppi á íþróltavelli eða
inni á Vegi.
Ykkur mun nú sjálfsagt finnast eins
og mér, að þetta væru fullmyndarleg-
ir krakkar og Hóla-Jónu svo sem boð-
iegir. En það var nú sanit svona: Hún
virtist vilja sem minnst um þá tala
— og aldrei gal liún þess við neinn
að fyrra hragði, að hún ætti hörn.
Hitt kom fyrir, að hún roðnaði og
setti frain neðri vörina, ef einhver lit-
ið kunnugur henni minntist á þau.
Hún var ekki að draslast með þau
úti á götu á sunnudögum eða fara
með þau út úr bænum — eða i kirkju
og á mannamót. O, nei, nei. Og þó að
þau litu vel út lijá lienni og hún ynni
fyrir þeim eins og púlshestur, þá hafði
enginn séð, að liún væri þeim neitt
ástúðleg. Það var lika sagt, að þeim
þætti fullt eins vænt um liana Mundu
gömlu, enda fór hún með þau i kirkju
og sýndi þeim prestinn fyrir altarinu
og í stólnum, sem Draugafelli fannst
minna á stýrishús — og sömuleiðis
fór hún með þau upp í Urð, þegar
sólskin var og blessað lognið. Þar sat
hún með prjónana sína og talaði ým-
islegt við sjálfa sig, og systkinin léku
sér að steinum, sem sumir voru marg-
lilir og með augum í. Móðurinni sjálfri
hefir trúlega verið innrætt það sem
barni og unglingi, að það væri nú sið-