Nýtt land - 01.01.1936, Page 15
N Ý T T L A N D
13
Bresíur — og nú þeytti hún brotun-
um í andlitið á Ólafi Jónssyni, út-
gerðarmani, sem átti stafinn!
Rikka rauða reri til öllum efri
kroppnum oghafði handleggina kross-
lagða á brjóstinu, eins og til trygging-
ar þvi, að það springi nú ekki alveg
utan af hennar geðshræringum. Og
andlitið, sem vanalega var dimmrautt,
var nú náfölt, nema hvað rauðir díl-
ar voru í kinnunum. Var það nú til-
dragelsi! Og þarna vék Hóla-Jóna sér
við, greip i höndina á Draugafelli og
brunaði af stað. Hún sté þungt nið-
ur, og kjólslitrin lufsuðust ýmist frá
eða að mórákóttum og vöðvahnykluð-
um herðunum. Þar hvarf hún fyrir
húshornið, og Rikka tók andann á lofti.
Svo leit hún á ólaf .Tónsson útgerðar-
mann ,sem stóð þarna og starði á eft-
ir Hóla-.Tónu — með blóðið streymandi
úr hrufli á hægri kinninni. Hann brá
skyndilega við og rauk að strákunum
með kreppa hnefa. Þetta voru hans
eigin strákar. Þeir höfðu legið graflívr-
ir, meðan Hóla-.Tóna var á vígvellin-
um, en nú voru þeir búnir að snúa sér
við og voru að þurka með höndunum
það mesta úr svíðandi andlitunum.
— Pillið ykkur á fætur, sagði Ólaf-
ur Jónsson — og smánist þið inn og
þvoið ykkur! Svo ætti að hýða vkkur
hæls og hnakka á milli, fyrir bölvað-
an aumingjaskapinn!
IV.
Hóla-Jóna fór með drenginn heim.
Hún þvoði honum vandlega í framan
og bar joð á skeinurnar á honum, svo
að hann var allur gulflekkóttur, þegar
hún var búin. Hún sagði ekki orð, og
hann steinþagði. Hún settist á rúmið
sitt, og drengurinn stóð undirleitur á
miðju gólfi. Hóla-Jóna lét hendurnar
hvila í keltunni. Hún horfði á gólfið,
sem var nýþvegið, en með malarýring
hér og þar. Allt í einu rétti Drauga-
fellir úr sér, kreppti hnefana og æpti:
— Þeir ljúga því öllu saman! Ég skal
.... skal drepa þá!
— Þá stóð Hóla-Jóna á fætur. Hún
gekk þegjandi að drengnum, vafði
handleggjunum yfir um hann og þrýsti
honum að sér, — fast, svo fast, að það
var eins og í hryggspennu við 14 ára
ferliki. Og Draugafellir stóð eins og
stirðnaður til að byrja með. Hva —
hvað var þetta? Þetta hafði aldrei kom-
ið fyrir áður. Svo minnti það hann á
stelpu, sem hafði rokið á hann og kysst
hann úti í porti. Og hvað hafði hann
gert? Hann hafði sett linefann fyrir
brjóstið á henni og fleygt henni aftur
á bak — og bölvað .... Og nú fór hann
að brjótast um. Hann var illur — fok-
illur. Það var verið að gera honum
skömm. Hann kreppti hnefann og
keyrði hann milli lierðanna á þessum
kvenmanni. Og hún kiknaði við, en
sleppti ekki — og hún hvislaði heitt
og skjálfandi:
— Elsku drengurinn hennar móður
sinnar!
Það var eins og drægi allan mátt xir
Draugfelli, og hann varð á svipinn, eins
og hann væri að hlusta eftir einliverju
óljósu langt, langt i burtu — einhverju,
sem kæmi einkennilega við hann, en
hann hefði aldrei heyrt áður. Og Hóla-
•Tóna fór með hann yfir að rúminu, eins
og liún væri að hrekja á undan sér
dauðan hlut. Þar settist hún með hann
og þrýsti höfðinu á honum upp að votri
kjótuskunni .... Og skyndilega hall-
aði Draugafellir höfðinu óþægilega
fast upp að brjóstinu á henni — og