Nýtt land - 01.01.1936, Síða 16

Nýtt land - 01.01.1936, Síða 16
14 N f T T L A N D það streymdu tár niður á kjólinn. Svona liafði aldrei verið grátið í híbýl- um Hóla-Jónu. En nú hafði líka dreng- urinn sá arna allt í einu eignast móð- ur — og var þá nokkuð undarlegt, þó liann gæti ekki harkað af sér? .... Þegar Gunna litla kom inn, sátu þau og horfðu hvort á annað, móðir og sonur. Það var svo rólegt og hljótt í stofukrilinu. Og allt í einu rétti hún Hóla-Jóna út höndina og sagði með mjúkri, en hikandi röddu, sem auð- heyrt var, að hún var óvön að hrúka; það var nærri þvi eins og hún liefði tekið hana upp úr handraðanum á rauða kistlinum, sem hún móðir henn- ar hafði gefið henni með sér að heim- an: — Komdu hérna, barnið mitt! Og hún Gunna litla Viggósdóttir, sem alltaf var svo iiissa á öllum sköpuð- um hlutum, bæði í bók og utan bók- ar, það var eins og hún hefði bara verið hissa á því, að hún móðir hénn- ar skyldi ekki hafa sagt þetta fvr því nú þaut hún strax inn gólfið og flaug upp i fangið á henni. .Tá, það var eins og Guja sagði: Það var heldur tildragehi þennan dag! V. Hóla-.Tóna fór i vaskið á venjulegum tíma morguninn eftir. IJún hafði í mörg ár vaskað hjá ólafi .Tónssyni. Hún hafði bara verið lánuð frúnni i hreingerninguna i gær. Ilún gekk að vanda dálitið álút og hengdi handlecg ina niður með hliðunum. Þetta var klukkan tæplega sjö, og það voru ekki aðrir á ferli en þeir, sem voru að flýta sér í vinnn. Það gaf sig enginn á tal við Jónu — og hún tók ekkert eftir því, að þeir, sem hún mætti, veittu henni óvenjumikla athygli. Hún var ekki alveg komin að vösku- húsinu, þegar blessaður verkstjórinn hennar kom á móti henni með mikl- um handleggjaslætti og kallaði, Iiátt og hranalega til hennar: — Hypjaðu j)ig lieim! Þú hefir ekk- ert hingað að gera! .Tóna snarstansaði. Það voru nokkr- ir faðmar milli hennar og verkstjór- ans. Hún sagði ekki neitt, en stóð bara jiarna á reitnum i sínum vöskugalla — eins og liaglega gerð fuglahræða. Verkstjórinn stanzaði lika, og hann sló út hægri hendinni: — Já, þú þarft ekkert að gæta að því. Það er fullkomin alvara, kerli niín .... Eftir hverjum andskotanum ertu að biða, ha? Ætlarðu kannski að ráð- ast á mig? En þá skaltu fá að vila, hvar Davið keypti ölið! Þig langar máski til jiess, ha? Það sat helst á þér, eftir allar þær vinnustundir, sem ])ú ert búin að hafa hér. Tvi! Og Eyjólf- ur verkstjóri spýtti. Svo römm varð honuni i munni hans andstyggð á þess- um kvenmanni. Og hún Jóna leit afar undarlega og eins og viðutan niður i grjótið á reitn- um, sem var salthrimað hér og þar. Svo sneri hún sér við með einstakri hægð og gekk af stað. Það var engu likara, en að hún gengi i dvala. Hún rétt þokaðist áfram, og það var eins og fæturnir flæktust öðru hvoru hvor fvrir öðrum. Og hún hallaði eitthvað svo ankannalcga undirflatt. Hún sýnd- ist ekki taka eftir neinu, enda rak hún sig á Ijósastaur, þegar niður í bæinn kom. Hún kveikti upp, þegar hún kom heim. Svo fór hún að færa ýmislegt til

x

Nýtt land

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.