Nýtt land - 01.01.1936, Síða 17

Nýtt land - 01.01.1936, Síða 17
N Ý T T L A N D 15 í stofu og skápum, af öðrum naglan- um á hinn, af einni hillunni á aðra. Við og við gaf hún börnunum eins og flóttalegt auga. Svo stansaði hún skyndilega við borðið undir gluggan- um. Hún studdi á það höndunum. Hún var skökk til munnsins og augun sperrt upp, eins og af einliverri skelfilegri sýn. Hún var rekin úr vaskinu! Hán reldn úr vaskinu! Þarna var henni loksins orðið það fyllilega ljóst . .. Hún stóð graf-kyr drykklanga stund — og lienni fanst fara kuldi um sig alla. Hún hafði aldrei fengisl mikið við að hugsa — og síst í samhengi. Hún hafði ekki fundið hjá sér neina þörf fyrir það. Vinnan hafði komið af sjálfu sér — og skoðanir höfðu henni verið afhent- ar án tilkostnaðar og fyrirhafnar frá liennar Iiendi. En nú hrutust hugsan- irnar fram ein af annari: Vaskið gaf bestu tekjur á öllu árinn. Það var rétl nýbyrjað. Og hún út úr því, þar sem allir voru húnir að ráða og því til engra að flýja. Það besta var frá henni tekið. Ekkert eftir nema snattið .... Og hvers átti hún að gjalda? Jú, livað hafði liún ekki gert i gær? Hún hafði verið eins og óð manneskja. Hún vissi það núna, að hún hefði getað drepið! Hún leit til barnanna, liorfði góða stund á drenginn .... Ekkert að gera nema þvottar og snatt, þvottar og snatt! Iiún beit allt í einu saman tönn- unum. Nei, hana iðraði þess ekki, sem hún hafði gert i gær! Mátti hún ekki verja sín börn? Hafði hún ekki nógu lengi látið annara börn troða þau und- ir fótunum? Hvað oft Iiafði ekki Siggi litli komið heim blár og blóðúgur og stundum eins og hann gæti ekki séð hana — hana móður sína? .... Og hún Gunna litla! Hún hafði nokkrum sinn- um komið skjálfandi og með augun eins og í máríátluunga, sem maður lieldur á i hendinni? Hún grét aldrei, hún Gunna litla, en hún skalf — og augun í henni voru full af . .. . af ein- Iiverju. Hún Hóla-Jóna mundi eittlivað svo vel núna. Og hún var hissa á sjálfri sér, nærri því hrædd við sjálfa sig .... Hvernig stóð á, að hún hafði ekki fyrr atliugað þetta með börnin? Hún var þó móðir þeirra — og þau áttu engan að nema hana .... en hún .... liún hafði bara ekki .... ekki verið þeim eins og .... eins og móðir. Hún liorfði fram undan sér, raunaleg og eins og agndofa. Svo varð andlitið liarðlegt. Nei, þó að hún yrði að fara á bæinn þá iðraðist hún ekki .... Nú breyttist svipurinn aftnr varð hikandi og eins og blandinn skelfingu: Bæinn, bæinn! Það var sama og sveitin, sem var kann- ski ljótasta og hræðilegasta orðið, sem hún mundi að heiman. Fara á bæin-' á sveitina! Hún bandaði frá sér. Nei, aldrei skvldi hún fara á sveit! Hún snarsneri sér við og æddi fram að liurð- inni. Svo þrammaði hún aftur inn að horðiun. Hún skimaði i kringum sir i herberginu, eins og liamstola fangi. Augun voru vot og þvi nær æðisleg. Hárflygsur héngu fram undan skýlu- ldútnum. Hún var hlóðrjóð i framan og munnurinn opinn — og það gljáði á tennnrnar. Þær gnistust saman með lágu, en ónotalegu og eins og grimmd- arlegu hljóði. Hún stevtti hnefana: Aldrei skyldi hún fara á sveit, og aldr- ei skyldi hana iðra þess, sem liún hafði gert i gær! Hvers vegna máttu ekki hennar börn fá að vera í friði, þó að hún væri ekki gift? Hélt það ekki fram hjá, sumt gifta fólkið, reifst og jafn- vel flaugst á — og svo kannski skildi

x

Nýtt land

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.