Nýtt land - 01.01.1936, Side 18

Nýtt land - 01.01.1936, Side 18
16 N f T T L A N D það. En samt voru börnin þess ekki kölluð hóruungar. Hvað liafði hún gert? Hún liafði átt þessi börn í lausa- leik, en hvað vissi hún ekki um sum- ar frúrnar? Og :varla gat þcftm nú þótt vænt um þá, sem þær voru með, þegar þetta var lijá þeim sunium sitt á hvað. En það vissi guð, að henni liafði þótt vænt um þá, sem átt höfðu með henni börnin — og öðrum hafði hún ekki leyft neitt.... Nú kom íhug- unarsvipur á andlitið, og liún gekk að stól og settist. Ilún liallaðist áfram, augun urðu starandi og svipurinn blandin viðkvæmni: Hafði henni kannski ekki þótl vænt um hann föð- ur hans Sigga litla — svo vænt, að hún gerði það fyrir hann, að scgja engum manni frá þvi, sem þeim bafði farið á milli! Eða hann Viggó, sem kom í fötum með sérstakri lykt frá útlandinu og talaði orð, sem voru nærri því eins og franska. Hann minnti hana á öll skipin, sem bún hafði séð heima liggja fyrir akkerum, skip með hvitum seglum, liáum möstr- um og rám, sem voru að mestu levti í lausu lofti og stundum með mönnum út á. Og á stefninu voru rnyndir af fallegri konu, sem brosti og var svo blíð í augunum. Það var María mey. Þeir trúðu á hana suður í löndunum. þar sem voru allskonar tré — og kaffi og rúsínur og súkkulaði á trjánum. .... Já, á þetta hafði hann minnt hana, hann Viggó, og á aldingarðinn Eden i bibliusögunum — og henni hafði þótt vænt um Viggó, þó henni þætti kannski öðru visi vænt um hann en hinn, sem minnti hana ekki eins mikið á allt, sem var stórt og fallegt og langt í hurtu .... Þurfti hún svo að skammast sín fyrir börnin sin eða þau fyrir hana—og þau vera hrakin og hrjáð frekar en börnin frúnna, sem lnin vissi, hvernig voru — sumar, já, og þessara herra? Þær vissu minnst um það, frúrnar, um hvað hún hafði neitað sumum húsbændum sínum, þeg- ar hún haíjði verið að gera Iireina kontóra seint á kvöldin! Það kom nú nærri því þóttasvipur á Hóla-.Tónu. í fyrsta sinn á æfinni hafði hún farið að bera sig saman við fólkið, sem liún hafði frá því i barnæsku litið upp til — og sá samanburður endaði með hálfgerðum þóttasvip. Hún stóð á fa't- ur, greip könnu, sökkli henni i vatns- fötu og svolgraði vatnið. Svo henti hún könnunni á hilluna, greip gólf- pokann, sem var innan við dyrnar og þaut út. Hún stansaði ekki fyr en við girðinguna. Á liana breiddi bún pok- ann. — Góðan daginn, Jóna mín! HóIa-.Tóna leit snöggt um öxl. Bak við liana stóð Sigríður Einarsdóttir, ung vöskustúlka, sem var ein af krata- stelpunum i Verkalýðsfélaginu og sagt var, að læsi allskonar útlenskar bækur. — Góðan daginn, sagði .Tóna Þurr- lega. — Gott er nú blessað veðrið. Jóna fitlaði eitthvað við pokann, eins og hann færi hálfilla á girðing- unni. Svo sagði hún drumbslega, og því nær önug: — Hvað ert þú að steðja? Ertu ekki í vaskinu? Sigriður brosti: — Nei, það er verkfall í dag! HóIa-.Tóna leit við og glápti á hana. Sigríður skellihló. Hláturinn var und- arlega skær og minnti einhvernveginn á bláan himin og bjartan dag, með

x

Nýtt land

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.