Nýtt land - 01.01.1936, Side 20

Nýtt land - 01.01.1936, Side 20
18 N f T T L A N D hún opnaði eins og venjuleg mann- eskja og fór inn. Sigríður horfði á eftir henni. Og þessi unga stúlka virtist ekki vera mjög liissa á þessari framkomu. Það var eins og hún skildi eitthvað í þessu öllu saman. Hún gekk af stað áleiðis út að blettinum. Leiðin lá fram hjá kofanum. Það var ekkert tjald fyrir glugganum á stofukrilinu. Sigriður hafði gluggann á vinstri liönd, en hún leit samt til hægri. Og snöggvast festi hún augun við hænu, sem lá á mölinni og breiddi út vængina. Hún hafði auð- sjáanlega vakandi auga á öllu um- hverfinu, var full af umhyggju og á- hyrgðartilfinningu. Og á einum stað sá á eitthvað gulf út undan öðrum vængnum á lienni. Svo leit Sigríður lil vinstri — og hún stansaði augna- blik. Hún Hóla- .Tóna sat á rúmstokkn- um og grúfði sig yfir börnin — og hann Draugafellir liafði handleggina um hálsinn á henni. Herðarnar á lienni kipptust til, títt og ákaft. Sigriður varð mjög alvarleg á svip- inn og gekk undarlega hægt og gæti- lega að hliðinu og út á götuna. VI. Jú, jú, morguninn eftir voru gerð hoð eftir Hóla-Jónu í vaskið, og þeg- ar hún kom, var verkstjórinnn hvergi sjáanlegur. Og vöskufólkið þyrptist rétt um hana, spurði hvernig dreng- aumingjanum liði og sagði, að þeir skyldu sjá það, þessir mattadórar, að verkafólkið þarna i þessumbæléti ekki bara benda sér eða sveia til skiftis — og svo stykki það á stað, eins og húsbóndahræddir rakkar. 0, ekki al- deilis. En Hóla-Jóna var líkust því, sem hún áttaði sig ekki almennilega. Það var eins og sá hluti veraldarinn- ar, sem hún liafði af að segja, þessa stundina, snerist bara allur um hana og hennar hörn. Hún hrosti ósköp lít- ig og dauft — og var helst eins og viðutan á svipinn. En þegar hún var komin að kassanum sínum og húin að fá kúst i aðra hendina og saltfisk í hina, þá fór hún nú að verða sjálfri sér lík. Það var heldur gusugangur í kassanum hennar, og ekki neitt fálm á handtökunum. Það var ein manneskja milli hennar og Sigríðar. Þegar góð stund var liðin frá því að byrjað var að vaska, þurfti þessi manneskja eitthvað að víkja sér frá. Og Hóla-Jóna hætti snöggvast vaskinu, þokaði sér nær Sigríði og sagði tómlátlega: — Hvenær eru þessir fundir lijá ykkur? Sigríður hætti líka að vaska. Og hún svaraði ósköp hlátt áfram og eins og henni fyndist ekkert eðilegra, en að hún Hóla-Jóna spyrði þessarar spurn- ingar: — Það verður fundur á sunnudag- inn klukkan tvö. -— Og hvar? — í Bíó. Það varð þögn — og þær fóru aft- ur að vaska. Svo stansaði kústurinn hjá Hóla-Jónu — og hún sagði svo lágt, að Sigríður rétt aðeins gat greint orðin: — Má ég liafa börnin með? Sigríður leit nú á hana. Siðan sagði hún fastmælt: — Já, það skal ég sjá um. Það var ekki lalað meira. Hóla-Jóna hamaðist. Hún vann eins og gangviss og hnitmiðuð vél. Og einmitt nú var

x

Nýtt land

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.