Nýtt land - 01.01.1936, Page 21

Nýtt land - 01.01.1936, Page 21
N Ý T T L A N D 19 þó munurinn á henni og mestu meist- arasmiðum mannanna að verða svo ótrúlega mikill. .... Á sunnudginn kom svo Hóla- Jóna upp götu með spariklædd börn- in. Ilún gekk ekki álút. Hún bar böf- uðið teinrétt og svipaðist í kringum sig eins og gií't kona, sem er á leið með börnin sín upp í Urð — ekki virkan dag, heldur á sólbjörtum og hátíðlegum sunnudegi, sem gengur prúðbúinn um götur bæjarins og and- ar ferskum ilmi inn um gluggana um leið og liann speglar sig brosandi í rykugum rúðunum .... Og börnin silt við livora liliðina á Hóla-Jónu: Draugafellir státinn og liorfandi fram- an i bvern mann, eins og liann vildi segja: Já, manni, sérðu mig og liana mömmu! Það var eins og liann vissi ekki af skeinunum og joðblcttunum á andlitinu á sér .... Og Gunna litla var eitt hýrubros og eins og bún befði aldrei orðið liissa á neinu i veröld- inni .... Og það voru margir, sem borfðu á þau. Sumir voru blýlegir i augum, aðrir eins og undrandi, og enn aðrir dálítið kímileitir. En þau strik- uðu sina leið. Þau komu upp að fundarbúsinu. Þau námu staðar við dyrnar, sem voru aftur. Þar bar að mann, sem Hóla- Jóna þekkli aðeins i sjón. Hann hafði komið í bæinn liaustið áður. Hann var víst genginn í fclagið, þvi það var auð- séð, að bann ætlaði inn. — Með leyfi! Ætli maður megi ger- ast svo djarfur, að ganga inn? sagði Hóla-Jóna og liafði orðalagið lieiman úr sveitinni eftir sérlega prúðum og kurteisum manni, sem einu sinni bafði komið á heimili foreldra liennar. Maðurinn, sem var á leið inn, lial’ði nú hendina á snerlinum. Hann leit á llóla-Jónu og börnin. Honum fanst liann kannast við þennan liruflaða strák, en liann mundi ekki eftir að liafa séð konuna eða telpuna. Konan liafði áreiðanlega ekki komið á fundi í félaginu. — Hver cruð þér? spurði liann lield- ur þurrlega. Annars var þetta þokka- góður maður, liár og grannur, snotur í andliti, unglegur og snyrtilega búinn. Og Hóla-Jóna svaraði og borfði á bann öðruvísi, en hún var vön að borfa á fina menn: - Ég er móðir barnanna. Maðurinn renndi augunum dálítið einkennilegur á svip lil barnanna og síðan til móðurinnar. Og þá bætti bún Hóla-Jóna við, svo sem til skýringar: — Hans Sigga og liennar Gunnu min nar.

x

Nýtt land

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.