Nýtt land - 01.01.1936, Page 28

Nýtt land - 01.01.1936, Page 28
26 N Ý T T L A N D Dýrtið jókst óðum þetta ár. Sam- kvæmt gildandi samningi varð kaup- ið kr. 1.30 í mars og kr. 1.48 í júlí. Snenima á árinu 1921 í'ór kaupið nið- ur i kr. 1.20 og hélst svo í 3 ár. í apríl 1924 ákvað Dagsbrún að kaup skyldi liækka upp í kr. 1.40. Því vildu at- vinnurekendur ekki lilita. Var þá gert verkfall. Það verkfall stóð þó ekki nema einn dag. Þá gengu atvinnurek- endur að kröfum félagsins, án þess þó að gera skriflegan samning. Árið 1927 fór þó kaup aftur niður í kr. 1.20 og hélst svo til 14. mai 1930, þá liælck- aði tímakaupið upp í kr. 1.36 og hef- ir verið óbreytt siðan. Kaupgjaldið var veigamikill þáttur i stefnuskrá Dagsbrúnar. Það var mik- ils um vert, að fá viðunanlegt kaup fyrir hvcrja klukkustund, sem unnin var. En liins þurfti líka að gæta, að vinnutíminn væri ekki ólióflega lang- ur. Verkamenn vissu það af reynsl- unni, að atvinnurekendur kölluðu þá til starfs jafnt á nóttu sem degi, jafnt Héðinn Valdimarsson. á helgidögum sem rúmhelgum dögum, ef þeir töldu sér það lientara. Við þessu vildi félagið reisa skorður. Þetta reyndisl þó öllu erfiðara en liitt, að ákveða kaupgjaldið. í fyrslu aukalögum félagsins var reglulegur vinnudagur (rúmhelgur) ákveðinn l'rá kl. 6 að morgni til ld. 6 að kveldi. Við þann tíma var hið al- menna lcaupgjald miðað. Frá þessum tíma drósl 1 klukkustund lil hádegis- verðar og nokkurt hlé um dagtuál og nón til kaffidrykkju. Reglulegur vinnudagur var því 10 klst. og rúm- lega það. Þessi skipun hélst til vors 1930. Þá var ákveðið (að undangenginni al- mennri atkvæðagreiðslu innan félags um málið), að almennur vinnudagur skyldi vera 9 klst., frá kl. 7 að morgni lil kl. 6 að kvöldi (þar frá gengu 2 tímar til snæðings og kaffidrykkju). Eina leiðin, sem fær þótli lil þess að draga úr vinnu utan reglulegs vinnudags, var sú, að selja hærra kaup fyrir þá vinnu (eftirvinnu frá kl. 6— 10 að kvöldi, næturvinnu og helgi- dagavinnu). Öðrum ráðum þótti ekki liægt að læita, alt til vors 1930. Þá samþykkti félagið bann við allri næt- urvinnu, frá kl. 10 að kvöldi til kl. 7 að morgni. Svo að segja alll fé, sem Dagsbrún hefir þurft til starfsemi sinnar, hafa félagar lagt til með árlegum iðgjöld- um. Arstillag var á stofnfundi ákveðið 2 kr., og hélst það óbreytt til ársloka 1916. Árið eftir var árstillagið 8 kr. Næstu árin, 1921—1926, var árstillag- ið 10 kr., 1926—1933 12 kr. og síðan 16 lcr. Gamlir menn hafa fengið tilslökun

x

Nýtt land

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.