Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 26

Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 26
24 alkunnir: Hún kveikir drauma, hún gerir heilar þjó'ðir ölvaðar, vekur upp í þeim ó- sannar minningar, kemur þéim til að hrökkva liart við til andstöðu, ýfir gömul sár þeirra, treður þær í svefni eins og mara, leiðir þær í mikilmennskugeggjun eða ofsóknarótta og byrlar þeim beiskju, umburðarlyndisleysi og hégómleik. Paul Yaléry. Lífið er skopleikur í augum hugsandi manna. Það er líka harmleikur fyrir þá, sem geta fundið til. Horace Walpole. Hugsjón menningarinnar, — í pólitík, mannfélagi og trúarefnum, — hefur siðan á „renaissance‘'-öld orðið meir og meir hug- sjón frelsisins ...... Fjándann ætli nokkur hirði nú mn frels- ið! — Menn vita, að þeir geta ekki verið frjálsir hvort sem er. Það, sem þeir vilja, er atvinna og kaup, öryggi og að vera ó- hindraðir við daglegu iðjuna. Menn lúta hverri stjórn, sem veitir þeim þetta, og eru þakklátir. Knebwort lávarður (í hréfi). Frelsið er ekki réttur fyrir þig éða mig til að lifa eins og okkur þóknast. — Það er réttur hvers- manns og konu til að lifa eins og maður vill, ef fyrir þvi er séð, að það raski ekki of óþyrmilega öryggi og vel- líðan annarra manna. Clive Bell. Maður er, segit- Rousseau, fæddur frjáls, en alls staðar settur í fjötra. I>að væri nær sanni að segja: Maðnrinn er fæddur í fjötrum, en alls staðar að berjast við að verða frjáls. L. T. Hobhouse. Kristindómur er aðferð við að lifa; það er hann áður en hann verður guðfræði, F. R. Barry. Við höfum losnað við eftirvæntinguna og óttann fyrir réttvísi guðs, og enn höfum við ekki fengið ímyndunarafl né þrótt lil að festa trú á mannlega réttvísi. N Ý T T L A N D En hak við jtelta eru falin sannindi, sem Ivarl Marx varð víst fyrstur til að sjá glöggt. Þau sannindi, að á þvi stigi í framvindu sögunnar, er jörðin tók að hjóða öllum mönnum viðunandi efnaleg skilyrði, fór að sama skapi að draga úr hinni knýjandi nauð- syn á framhaldslífi til að lækna óbætanlega rangsleitni þessa heims. Eftir því sem bú- izt er við meira af lífinu, sljóvgast krafan um ódauðleik. J. Middleton Murry. Þessu hlutfalli má velta fyrir sér á fleiri vegu. Því daufari sem trú manna er á fram- haldslíf, því meira heimta þeir af lífinu og hinum stutta starfsdegi sínum, — ef það eru menn með vilja. Eilífðarríkið flytja þeir á jörðina; þar vilja þeir lifa í verkum sínum og niðjum. — Trúin á himnaríki og trúin á framtíð mannlífsins efla furðusjaldan hvor aðra, heldur koma hvor í annarar stað. f trúarhrögðum og pólitík hefur liið mikil- fenglega legið í því í 90 tilfellum af 100, að því minna sem maðurinn vissi um við- fangsefnið, ]iví eldlegri var áhugi hans og kapp. Eina hlutleysið, sem mannshugurinn er virkiiega fær um, er það, sein leiðir af því að skilja hvoruga hlið málsins. Hewart lávarður. Vísindamennirnir eyðilögðu trúna á guð; — sálfræðingarnir eru að reyna að eyðileggja trú okkar á manninn. Skynsamur maður lagar sjálfan sig eftir heiminum; hinn óskynsami er sífellt að reyna að laga veröldina eftir sjálfum sér. Þess vegna eru allar framfarir komnar undir þeim óskynsömu. George Bernard Shaw. NÝTT LAND, tímarit um þjóðfélags- og menningurmál, gefið út af Jafnað- armannafélagi íslands og Sambandi ungra jafnaðarmanna. - Ritstjórar: Guðmundur Gíslason Hagalín, ísafirði, og Björn Sigfússon, Grettisgötu 57A, Regkjavík. fíjörn tekur við greinúm og erindum til ritsins og er ábgrgðar- maður þess. Afgreiðslu annast Zóphonías Jönsson, Óðinsgölu 1í, Regkjavík, Prentað í Félagsprentsmiðjunni. — Árgangur kostar 5 krónur. — 6 hefti á ári, 24 lesmálssíður hvert.

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.