Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 4

Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 4
2 N Ý T T L A N fí „Trautt man ek trúa þér, troll — Eftir SIGURÐ EINARSSON. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða, að eitl merkilegasta rit, sem út kom á ár- inu sem leið, sé hvorki skáldrit, fræði- ril í almennum skilningi eða vísinda- rit Það eru alveg vafalaust endurminn- ingar Emilío de Bono marskálks. Það var hann. sem 3. okt. 1935 réðsl inn yfir landamæri Abessiniu með ítalskan her, án þess að hernaði væri lýst yfir, og átti drýgstan þátt í úrslitum þar. Um þá atburði fjallarmeiri hluti bókarinn- ar. Og hún er það hreinskilnasta, sem út hefur komið á ítölsku í þau 15 ár, sem fasisminn hefur ríkt á Italíu, segir ritdómari í Times Literary Supplement 12. des. l'. á. Og það væri synd að segja, að de Bono væri ekki hreinskilinn. Án þess að kæra sig bætishót um álit heimsins og án þess að laka minnsta lillit til þess, sem Mussolini auglýsti fyrir heiminum að væri ástæða ófriðarins, segir de Bono frá því, að 1933 bafi Mussolini lekið ákvörðun um ófriðinn, 1934 eru allar áætlanir tilbúnar, 1935 á að byrja. En keisarinn vill ekki ráðasl á. f febrúar 1935 skrifar de Bono Musso- lini og segir honum frá þessum vand- ræðum. Keisarinn fyrirskipar föstur og bænir. Ilann ræðst aldrei á oss. Og það stendur ekki á svarinu hjá Mussolini: , Ef keisarinn vill ekki ráðast á oss, verðum vér sjálfir að byrja. Áður en árið er liðið, scndi eg yður 200 þús. bvíta herinenn." Aldrei hctir forsögu nokkurs ófriðar verið lýst aí jafn- kaldrifjaðri hreinskilni, og aldrei af jafnglæfralegri fyrirlitningu fvrir al- þjóða lögum og rétti. Og ég er ckki viss um, að það sé skynsamleg pólitík hjá heiminum yfir höfuð að vænta veru- legrar liugarfarsbreytingar hjá hinu ítalska fasista-einræði á hinu nýbyrjaða ári. Og ekki er heldur alls kóstar skyn- samlegt að gleyma því strax, að þegar de Bono hóf herförina 3. okt. 1935, þá íeif hið ítalska einræði fjóra hátiðlega alþjóða-sáttmála í tætlur. Og síðan hafa slitur þessara samninga verið að feykj- ast til í ýmsum uggyænum veðrum, sem vel geta orðið að fellibyl, sem geis- ar um alla veröld, er minnst varir. Og Iiver um sig þessara fjögra alþjóðasátt- mála var í augum heimsins óendanlega miklu merkilegra plagg heldur en t. d. gögn þau, sem eiga að tryggja ævar- andi sjálfstæði íslands og annara dvcrg- ríkja. En jiað væri rangt að segja, að ílalia væri eina ríkið í álfunni, sem liefur þeytt tætlum rifinna og rofinna samn- inga, lil þess að feykjast um í gusti bins aðsteðjanda illviðris. Mér líður ekki úr minni, að það var 27. jan. f. á., sem von Neuratb utanrikismálaráðherra Þjóðverja lýsli háðtíðlega vfir því við Antbony Eden, að þýzka stjórnin mundi halda Locarnosáttmálann, ör- yggissátlmála Vestur-Evrópu, út i yztu æsar. Sex vikum síðar lét þýzka stjórn- in her fara inn á hið friðlýsta Rínar- svæði og lýsti yl'ir því, að sáttmálinn væri að engu orðinn. í ræðu, sem Gö- ring bélt i Dortmund og fjallaði um þetta mál, sagði bann: „Engir nema Þjóðverjar bafa rétt til þess að skera

x

Nýtt land

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt land
https://timarit.is/publication/606

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.