Nýtt land - 01.01.1937, Blaðsíða 21
N Ý T T L A N D
19
lega ánægð með þau skil, sem Guðmundur
gerir því. Einkum á þetta þó við eina aðal-
persónu sögunnar, Sverri, sem verður eins
og hann sé klipptur út úr sögubók fyrir
sunnudagsskólabörn. Þetta stendur í nánu
sambandi við þann höfuðgalla sögunnar, að
höfundur tekur efnið einmitt of léttum tök-
um, þegar kemur að hinum örlagaþrungnu
augnablikum, dregur fáa og granna drætti,
sem geta dugað, þegar verið er að sýna drög
atburðanna, en eru of óskýrir, þegar lýsa
á atburðum og hugarástandi, sem skapa
staumiivörf mannlegs lífs.
En sagan er samt skemmtileg — og, eins
og áður er sagt, sýnir hún, að þarna er
skáld á ferðinni. Stíllinn er stundum alli
annað en frumlegur, en hann er lika víða
þrunginn iífi og Iitum, sem bera voti um
sérstakan persónuleik höfundar og hæfileika
til að skynja hin óendanlega mörgu skipti
ljóss og skugga tilverunnar, sem einmitt
gera hana svo dásamlega fjölbreytta og svo
hörmulega viðsjála. Og af persónulýsingum
höfundar dreg ég þá ályktun, að hann hafi
næmt auga fyrir því, sem einkennir menn-
ina. Hann þurfi aðeins að gefa sér betri
tíma tii að láta þessi einkenni njóta sín,
verði að athuga betur, hvaða ljós liann þurfi
að iáta á þær falla, til þess að jiessi ein-
kenni geti sýnl okkur þeirra innri mann
þannig á úrslitastundunum, að við finnum
okkur sannfærð og þykjumst þekkja liann
til hiítar.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Jón Magnússon: Flúðir. Kvæði.
Fyrsta ljóðabók Jóns Magnússonar, Blá-
rkóga'r, sýndi það glögglega, að höfundur-
inn var prýðilega hagmæltur, smekklegur í
orðavali og vel hugsandi. En lifsviðhorfin
voru að engu leyti nýmæli, og höfundinum
tóksl ekki að sýna á þeim neinar nýjar hlið-
ar. Ekki reyndi hann heldur að draga að
jieim athygli með nýju formi eða nýrri fram-
setningu. Onnur bók Jóns, Hjarðir, sýndi
mikla framför. Höfundurinn fór reyndar enn
hinar gömlu og troðnu götur, en honum
hafði nú vaxið svo skarpskyggni og máttur
tungutaks, að hann fékk lesandann til að
iíta á jiað, sem hann benti á — og þegar
tiest lét, fékk hann vakið hjá honum sanna
hrifni, ýinist á mikilúðlegum mönnum, töfr-
andi náttúrufegurð eða samruna vorsins í
sálum mannanna og náttúrunni umhverfis.
Svo er þá komin frá hans hendi þriðja
ljóðabókin. Hún heitir Flúðir. Ef til vill má
finna fleira að henni en hinum, en hér er
lika höfundurinn oft á nýjum leiðum, bæði
efnis og forms, og fleira, sem lesandinn
stansar við og finnst hann þurfa að taka
afstöðu t}l. En hvað sem þessu liður, þá
er hér meiri persónuleiki, meira lif og meiri
fjölbreytni en áður.
Fyrsti kafli bókarinnar heitir Vígvellir.
Hann mundi hafa verkað sterkar, ef kvæð-
in hefðu haft samfellda stígandi — hefðu
skapað heild. Þau verða þarna eins og brot
úr stærri bálki. En þetta skerðir ekki á-
hrifamátt jieirra kvæða, sem geta notið sín
sjálfstæð. Og sum þeirra eru borin fram af
heitri skapólgu særðrar réttlætistilfinningar
og djúpri samúð með mönnunum, hvort sem
þeir eru nær eða fjær. Vil ég l»ar sérstak-
lega benda á Hergagnasafnið, Iðja vor og
Verkfall. Einkum eru þó tvö hin fyrnefndu
þrungin liita og orðkynngi. Og skáldið sér
ekkert annað ráð út úr ógöngum ófriðarins
en að verkamennirnir, sem búa til vopnin
á sjálfa sig og bræður sína og fylla pyngj-
ur „varganna, sem lifa á mannablóði", en
lifa sjálfir við óhollan og þröngan kost, sjái
betur en hiiiir prisuðu og lærðu forráða-
menn þjóðanna og neiti að vinna þessi störf.
Þvi heitir síðasta kvæðið Verkfall.
Veiðiólmir ædduni vér i striðin
eftir kalli hjásitjenda blauðra,
grófuni oss og skriðum moldarmyrkrin,
niaðkaveitu lifenda og dauðra.
Flæmdum heim úr fjandskaparins eldi
fylgt oss hefir þjáningin og sorgin.
Limum vorum, hjarta og ráði ræntir,
röltuni vér um gylltu betlitorgin.
(Úr Iðja vor).
Hættum, bræður, þetta tafl að tefla.
Tjónið bíður vor, en klækjagróði
þeirra fáu, er vopnaauðnum velta,
varganna, sem lifa á mannablóði.
(Úr Verkfall).
Þá sér höfundur einnig, hvernig trúar-
brögðin eru misnotuð í þágu hins djöful-