Hlín - 01.01.1923, Page 66

Hlín - 01.01.1923, Page 66
64 Hlin Landvarnir. Eyðing skóganna hefir haft úrslitaáhrif á hnignun lands- ins. Menn vita með fullkominni vissu að á landnáms- öldinni voru bjarkarskógar á ásum og hæðum í dölum og láglendi landsins og hátt upp eftir fjallahlíðunum. Björkin hefjr þá klætt ísland á svipaðan hátt og greni- skógarnir klæða nú Noreg. Flestir íslendingar munu harma þá breytingu, sem bygð forfeðranna hefir gert á landinu. Flestir myndu, að þvi er björkina snertir, gráta Baldur úr helju, ef þeir mættu. Og það er einmitt þetta, sem á að gera. En það er ekki áhlaupaverk. Pað sem hefir þurft aldir tii að eyða, þarf aldir til að reisa úr rústum. Kynslóð núlifandi ís- lendinga lifir ekki að sjá miklar breytingar á skógargróðri landsins. En ein kynslóð getur byrjað á verki, sem mörg hundruð ár þarf til að vinna. — Mjög margir menn, og á liðnum öldum öll þjóðin, hefir urn of litið á þjóðarmálin Irá sjónarhæð einstaklingshagsmunanna. Einstaka menn hugsa um sína samtíðarmenn, þeirra heill og gengi. Ör- fáir hugsa um kynþáttinn, eins og hann lifir öld eftir öld. En þegar talað er um að klæða landið, þá er ein staklingurinn og samtíðin eins og agnarsmár dropi í hafinu, einn lítill hlekkur í óralangri keðju. ... Margir eru nú mjög vondaufir um framtíð skóganna á íslandi. En það kemur af því, að þeir eru of bráðlátir. Vilja sjálfir uppskera, þar sem þeir sá. En það dugir ekki í þessu máli. Skógræktin hlýtur að verða hjer ákaf- lega hægfara. Hún getur aldrei orðið eiginlegt gróða- fyrirtæki. Hún er fyrst og fremst menningarmál fyrir þjóðina í heild sinni.- Sú byrjun á verki, sem núlifandi kynslóð gerir, er fyrsta afborgun af þeirri miklu skuld, sem þjóðin stendur í við landið, sem hún byggir. »Tíminn.«

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.