Hlín - 01.01.1923, Page 67

Hlín - 01.01.1923, Page 67
Hlin Ö5 Ferðapistlar eftir Ingibjörgu Ólafsson. Kristilegt íjelag utigra kvenna, sem er í fjölda mðrgUm deildmn víðsvegar um Norðurlönd, hefir stofnað til sam- vinnu milli landanna, og var kosin nefnd manna í því skyni að vinna fyrir það mál. — Eftir tilmælum þessarar nefndar gerðist jeg ferðaritari eða ráðauautur fjelaganna og verð því, samkvæmt stöðu minni og starfi, að vera á sifeldu ferðalagi. *- Árið sem leið hefi jeg ferðast um Svíþjóð og Finnland, þetta árið býst jeg aðallega við að leggja leið mína um Noreg ög Danmörku. Mjer var ekki ókunnugt um það við hvaða kjör svona ferðalangur á að búa, því jeg hafði 3 árin áður ferðast um Danmörku fyrir fjelögin þar í sömu erindagerðum. Margt skrítið getur fyrir mann komið á svona ferða- lagi, það er best að vera við öllu búin og ekki kippa sjer upp við það, þótt ekki gangi alt að óskum. Farartækin eru með ýmsu móti: járnbrautarlestir, gufu skip, sleðar, mótorbátar, vagnar, bifreiðar og stundum >hestar postulanna*. — Jeg held jeg hafi reynt flest far- artæki nema loftskip og kafbáta. Og fólkið sem hýsir rnann það eru: Prestar, stóreignamenn, hjúkrunarkonur, biskupar, húsmenskufólk, sjómenn, bændur, kenslukonur, saumakonur o. s. frv. Aðra nóttina gistir maður í kon- unglegri höll með þernu á hverjum fingri, hina i fátæk legum kofa þar sem alt fólkið sefur í sama herberginu. Ekki dugar heldur að vera við eina fjöl feldur um samkomuhús. Stundum eru samkomur haldnar i kirkj unurn, stundum í ungmennafjel.húsum, i latinuskólum, í hlöðum, i tjöldum, í kvennaskóluin, á sjúkrahúsum, í 5

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.