Hlín - 01.01.1930, Side 10
8
Hlin
Fundi frestað til næsta dags.
Þriðjudaginn 3. júní hófst fundur að nýju kl. 1 e. h.
VII. Heilbrigðismál. Kristbjörg Jónatansdóttir.
Var það starfsemi líknarfjelaga sem hún aðallega
tók til athugunar. Hafði Hjúkrunarfjelagið Hlíf haft
það til umræðu á fundi hve erfitt væri nú orðið að
halda líknarstarfsemi' í sama horfi og verið hefði og
taldi nauðsyn bera til að þar yrði gerð einhver breyt-
ing á. Æskilegast fanst því ef hægt yæri að koma á
lögboðinni trygging þannig, að hver maður, þegar
hann hefði náð vissum aldri, væri skyldur að borga ár-
lega vist gjald í tryggingarsjóð. Fól fjelagið fulltrúa
sínum að flytja málið á fundi S. N. K. og biðja sam-
bandið að sjá um að málið kæmist á dagskrá á lands-
fundi kvenna í sumar.
Urðu talsverðar umræður um málið; að lokum bar
Kristbjörg Jónatansdóttir fram svohljóðandi tillögu:
»Fundurinn lítur svo á, að líknarstarfsemin, eins og
hún er rekin hjá fjelögum yfirjeitt, eigi nú orðið svo
erfitt uppdráttar að finna verði nýjan grundvöll, og
hallast þá helst að því, að komið verði á almennum lög-
boðnum tryggingum. Vill fundurinn mælast til þess við
þá norðlensku fulltrúa, sem sitja landsfund kvenna í
Reykjavík í súmar, að þeir geri sitt til að mál þetta
verði rætt þar«.
Var tillagan samþykt með öllum atkvæðum.
I samhandi við heilbrigðismálin 'urðu umræður um
minningarspjaldasjóð Heilsuhælis Norðurlands. — Var
samþykt tillaga:
»Með því að fjölmargar fyrirspurnir hafa komið
fram til S. N. K. um það, hvað gert sje við það fje,
sem inn kemur í Minningarspjaldasjóð Heilsuhælis
Norðurlands nú síðan ríkinu var afhent hælið til
eignar og reksturs, felur fundurinn stjórn S. N. K. að
gera fyrirspum þar að lútandi til stjórnar H. F. N.«,