Hlín - 01.01.1930, Page 13
Hlin
11
»örn«, s. st. Af ágóða sýninganna hefur verið stofnað-
ur sjóður, sem ber nafnið »Sýningarsjóður«, og skal
honum varið til styrktar heimilisiðnaði.
Einnig hefur fjelagið oft haldið handavinnunáms-
skeið, þar sem unglingar hafa fengið ókeypis kenslu.
Aðalstarf kvenfjelagsins hefur verið að styrkja fá-
tæka og sjúka, og hefur í því skyni verið varið úr fje-
lagssjóði alt að 2500 kr. — Peninga til framkvæmda
hefur fjelagið aflað sjer með skemtisamkomum svo
sem sjónleikjum, hlutaveltum, happdráttum og flei'ru,
einnig með frjálsum samskotum innan fjelags. útgjöld
við samkomurnar hafa orðið minni fyrir það, að fje-
lagskonur hafa jafnan gefið alt efni til veitinga, og
oft hefur fjelagið fengið ókeypis húsnæði. — Sam-
vinnukvöld hafa koiiur oft haft. Eru slíkar kvöldstund-
ir mjög ánægjulegar, og minna á baðstofulífið gamla,
þar sem einn las upphátt, eða sagði sögur.
Oft hafa konur skotið saman og gefið bæði peninga
og fatnað, þar sem þéer hafa sjeð brýna þörf fyrir
slíkt. — Blaði hefur verið haldið úti frá því árið 1918,
innan fjelags, og í 2—3 ár hafði það blaðasamband við
kvenfjelög á næstu fjörðum. — Fjelagskonur eru nú
33, og einn heiðursfjelagi.
Fjelagskona.,
Kvenfjelag Lágafellssóknar
var stofnað á annan dag jóla 1909 með 12 meðlimum.
Voru þá samin lög og tilteknir fundadagar. Kom það
brátt i ljós, að konur höfðu bæði gagn og gaman af
fjelagsskapnum. Fundir voru til skifta heima hjá fje-
lagskonum. Samkomur voru haldnar og útiskemtanir
frá því 1913. Voru þá oft ágætir kraftar að skemta Qg
fræða. Hornaflokkur Reykjavíkur spilaði fyrir dans-