Hlín - 01.01.1930, Page 14
12
Hlin
inum og margur mentamaðurinn talaði. Jeg minnist
þess enn, þó langt sje síðan, hve þeir töluðu margir vel
máli sveitanna, fundu þar gott andrúmsloft, sýndu
fram á að mannsandinn nýtur sín vel í ljettu sveita-
loftinu í góðum fjelagsskap, þar sem samúð ríkir á
milli eldri og yngri.
Ef Hlín vill svo vel gera, vildi jeg mega biðja hana
að bera kærar þakkir okkar 'og kveðjur til allra þeirra
mörgu, sem að okkur hlyntu fyrstu starfsárin. Það má
segja, að á þessu fjelagssvæði hefur samvinnan batnað
með hverju árinu. Allar höfum við eytt tíma og fje
fyrir litla fjelagið okkar, en fengið að launum vinnu-
gleði og góða kynningu hver annarar. — Fjelagar eru
nú um 30.
Eitt aðalstarfssvið fjelagsins hefur verið að hlynna
að þeim, sem orðið hafa fyrir erfiðleikum, óhöppum og
sorgum. I þeim tilfellum, hefur fjelagið látið af hendi
2875 krónur. Margt af því ljetu konur úr eigin vasa á
meðan fjelagið var fátækt. En fyrir góðan hug og að-
stoð flestra sóknarbúa græddist fljótt fje. Hefur fje-
lagið nú í hyggju að hlynna að nýstofnuðu sjúkrasam-
lagi og hjelt síðustu útiskemtun í ágóðaskyni fyrir
samlagið.
Sem önnur kvenfjelög landsins, hefur þetta fjelag
lagt eftir getu til Landsspítalans og þráir að sjá ár-
angur þess, að þeir sem helst þurfa hjálpar með njóti.
Auk þess hefur fjelagið lagt 2000 kr. til byggingar
skólahússins á Brúarlandi og kr. 1000.00 í orgel og
innanhússmuni.
Síðan 1922 hefur fjelagið haft jólatrje, og boðið
börnum innan 16 ára aldurs, foreldrum barnanna og
gamalmennum, hefur sú skemtun verið vinsæl og vel
sótt. Allir hafa sungið og leikið sjer í kringum jóla-
trjeð, þáð gott af trjenu og sest á milli inn í stofu og
drukkið þar súkkulaði og kaffi. Við jólatrjeð hafa ver->