Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 16
14
Hlin
námsskeiði og bauð konum sveitarinnar, hvatti til þess
að gera meir en verið hefur til þess að fá rjetta efna-
samsetningu við matargerð, þannig að fæðan yrði not-
hæf fyrir líkamann. — Fæðiskostnaður var 1 kr. á dag,
en ávalt breyttur matur alla daga.
1927 og 1928 fór fram umferðarkensla í vefnaði, í
sameiningu við Ungmennafjelagið »Afturelding«.
Kristbjörg Kristjánsdóttir kendi vefnaðinn, tóku 10
heimili þátt í þeim leiðbeiningum. Illuti kvenfjelagsins
af vefnaðarkostnaðinum var 268 kr., vefnaðarefni var
keypt fyrir 100 kr., það var aftur endurgreitt af nem-
endum. Vefnaðarkenslukostnaður á hvort fjelag 1928,
100 kr. En Heimilisiðnaðarfjelag íslands lagði til 100
kr. Margur var sá vefnaður ljómandi fallegur, svo sem
sessur, gluggatjöld, ábreiður og efni í klæðnað. Hafa
námsskeið þessi vakið mikinn áhuga fyrir vefnaði og
ullarvinnu, svo að þessi 2 fjelög, kvenfjelagið og ung-
mennafjelagið, hafa í sameiningu keypt spunavjel af
bestu tegund, og er hún nú drjúg vinnukona sveitinni.
Aðeins að betur vildi hepnast að lopa fyrir handspuna-
vjelar. Þó hefur sú sem þetta ritar fengið ágætan lopa
frá »Framtíðinni«. Annars liggur sveitin okkar hjer of
nærri höfuðstaðnum til þess að vel megi takast að
klæða karla og konur í ullarl'öt.
Nú vilja margir tolla í tískunni, sem kallað er. Því
»það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla .sjer leyf-
ist það«, það er gamla og nýja sagan. Og leitt mun nú
mörgum . unglingnum þykja það að þekkjast langar
leiðir frá kaupstaðarfólkinu, af því hann er í ullar-
sokkum, hugsandi ekki um það, hve margir peningar
fara sama sem í eldinn fyrir öll þau silkisokkakaup,
sem nú prýða fætur 20. aldar barna og leggja máske
um leið mörg þeirra í gröfina fyrir aldur fram.
G. G.