Hlín - 01.01.1930, Side 17
Hlín
15
Uppeldismál.
Samvinna heimila og skóla.
Erindi flutt á sameiginlegum presta- og safnaðarfull-
trúafundi í Reykjavík haustið 1929 af
Halldóru Bjarnadóttur.
Flestir munu hafa heyrt kvartað um, að hin lögboðna
barnafræðsla, sem nú hefur verið reynd hjer á landi
í rúm 20 ár, beri ekki þann árangur, sem menn í fyrstu
gerðu sjer vonir um, hún samsvari ekki þeirn kostnaði
nje þeirri fyrirhöfn, sem ríkið og einstaklingarnir
leggja á sig fyrir hana. Foreldrarnir eru óánægðir með
framfarir barna sinna og kennararnir eru óánægðir
með heimilin vegna undirbúningsleysis barnanna og
aðstoðarleysis foreldranna í skólastarfinu — og hátt-
virtur almenningur lætur ásakanir sínar óspart bitna á
barnaskólunum um hitt og annað, sem að fræðslumál-
um lýtur. — En hluturinn er, að bæði heimili og skóli
eiga sök á því, að sanngjörnum kröfurn verður ekki
fullnægt, og að fje og fyrirhöfn verður ekki að þeim
notum sem ætla mætti. — Það er s amv innul e y s-
i ð milli heimila og skóla, sem á beinan og óbeinan þátt
í því að tefja framfarirnar og hefta störf skólanna og
áhrif. — Góð samvinna heimila og skóla, þeirra aðila,
sem þekkja börnin best og bera andlega og líkamlega
velferð þeirra mest fyrir brjósti, er sá máttarstólpi,
sem treysta verður á, ef hin lögboðna barnafræðsla á
fyllilega að njóta sín og verða að þeim notum í íslensku
þjóðlífi, sem við óskum og vonum að hún geti orðið. —
Það virðist þörf á að ræða þetta mál oftar og rækilegar
en gert er. En það er ákaflega margþætt og að ýmsu
leyti viðkvæmt mál, enganveginn hægt að taka það upp
í allri sinni lengd og breidd hjer, enda von um að málið
megi skoða frá fleiri hliðum, fyrst því er ætlaður svo