Hlín - 01.01.1930, Side 18
16
Hlin
rúmur tími, sem jeg þakka fundarboðendum fyrir, það
sýnir skilning þeirra á málinu. — Jeg vil skjóta því
hjer inn í, að mjer var sjerstaklega hugleikið að fá að
tala um samvinnu heimila og skóla við prestana. Jeg
met svo mikils það starf, sem prestastjettin íslenska
hefur unnið, bæði fyr og síðar, fyrir alþýðumentunina,
það verður aldrei fullþakkað nje tölum talið, og þó
prestamir sjeu nú, því miður, orðnir áhrifalitlir um
fræðslumálin hjá því sem þeir áður voru, þá vona eg
að þeir sleppi aldrei af því máli hendinni, en vinni því
jafnan alt það gagn, sem þeir mega.
Á síðari árum hefur ýmislegt verið gert hjer á landi
til þess að bæta barnafræðsluna: lögin lagfærð, kjör
kennara bætt og skólar reistir, en því miður virðist
heimili og skóli lítið hafa nálgast hvort annað fyrir
þessar ráðstafanir. — Meðan heimilisfræðslan tíðkað-
ist hjer á landi, fylgdust foreldrarnir að sjálfsögðu
með fræðslu bama sinna, þektu kennarann og vissu
hvað öllu leið, en í seinni tíð eru kennararnir orðnir
mjög einangraðir í starfi sínu, þeim sjálfum og öllum
hlutaðeigendum til stór skaða. Jeg þekki mörg dæmi
þess, að þótt kennari hafi kent barninu árum saman,
hefur hann hvorki sjeð aðstandendur þess nje heyrt. —
Allir sjá að það er ekki heilbrigt, að þeir sem í sam-
einingu eru að reyna að gera bamið að manni, skuli
aldrei ráðfæra sig hvor við annan um annað eins
vandamál. •— Þær þjóðir, sem hugsa alvarlega um sín
fræðslumál, leggja hina mestu áherslu á að náin kynn-
ing og samvinna fáist milli heimila og skóla.
Áhugasamur kennari finnur brátt þörfina á kynn-
ingu við heimilin. Hann þekkir eiginlega ekki barnið
fyr en hann kynnist heimili þess dálítið, hann sjer þá
við hvað bamið á að búa, og skilur margt betur í fari
þess en áður og getur miðað kröfur sínar til barnsins
við það. — Þótt kennarinn sje þreyttur og hafi mikið