Hlín - 01.01.1930, Síða 21
tungumálum o. fl. o. fl., sem alls ekki á heima í alþýðu-
skólum. — Foreldrarnir gleyma því margir, að allur
vöxtur gengur seint, og að það er varhugavert að knýja
liann of mjög áfram.
Meirihluti nemenda í öllum skólum eru miðlungs-
menn að gáfum og dugnaði, við þá verður því að miða
íexíur og takmark. Af engri deild má heimta meira en
það sem öll börnin geta með ástundum leyst vel af
hendi. Treggáfuðu og viljalitlu börnin eiga heimting á,
að ekki sje lögð minni rækt við þau en hin börnin. Oln-
bogabörn eru engum góðum skóla samboðin. öll eiga
börnin jafnan rjett til kærleika kennarans og um-
hyggju. Allir eiga heimtingu á að njóta hæfileika sinna
og krafta, hversu litlir sem þeir kunna að vera.
Skólarnir eiga -í handavinnu og skólaeldhússtörfum
hið besta ráð við leti og leiðindum í þeim börnum, sem
stríða við námið með litlum námshæfileikum, þau eru
oft vel hæf til verklegra starfa og hafa af þeim hið
mesta yndi. — Söngurinn, sem nota ætti í ríkum mæli
í öllum skólum, gerir og sitt til að laða þessi börn að
skólanum. — Heimaverkefni má aldrei hafa stærri nje
erfiðari en svo, að öll börnin geti hæglega leyst þau af
hendi, en ríkt verður að ganga eftir því, að þau sjeu
hreinlega og vel af hendi leyst, og er gott að njóta þar
aðstoðar foreldranna, að þau a. m. k. líti á heimaverk-
efnin við og við. — Heimavinnu, lærdómi og verkleg-
um æfingum er skift svo jafnt niður á dagana sem
hægt er barnanna vegna. — Utanbókarlærdómur í hófi
er börnum geðfeldur og eðlilegur, foreldrarnir ættu
ekki að leggjast á móti honum, en styðja skólann þar
í starfi sem annarstaðar.
Það er mjög æskilegt og eiginlega sjálfsagt, þegar
um hag hvers einstaks barns er að ræða, að hafa tal af
aðstandendunum á heimili þeirra, en það er tafsamt,
og eðlilega talsvert liðið á skólaárið, þegar umferðin er
2*