Hlín - 01.01.1930, Page 24
22
Hlin
góðan aga og tefur starfið, ef nemandi óhlýðnast iðu-
lega fyrirmælum kennarans, ekki þarf nema einn gikk
í hverri veiðistöð, óhlýðni smitar, í mannmörgum bekk
getur það orðið óþolandi plága, eitthvað verður að
grípa til. En hin stóra uppeldislega »kunst« er að gera
greinarmun á því, sem máli skiftir og hinu, sem minna
er um vert, maður er neyddur til að loka augunum fyr-
ir mörgu, bæði í skóla og á heimili, ef alt á ekki að
lenda í nuddi og nauði, sem öllum er hvumleitt. Ileim-
ilisagi er víða enginn, það er því ekki að kynja, þótt
börnin kunni illa skóla-aganum, þar sem þau hafa lif-
að í sjálfræði og agaleysi til 10 ára aldurs. — Merkur
útlendingur, búsettur hjer á landi, sagði einu sinni:
»Heimilisaga barnsins ætti að mestu leyti að vera lokið
um 10 ára aldur, þá kemur sjálfsaginn til sögunnar«.
En þá byrjar einmitt aginn á mörgu íslensku barni,
þegar í skólann kemur.
Allir foreldrar verða að gera það sem þeir geta til
þess, að börnin gegni skipunum skólans, bæði í skóla
og utan, og síst af öllu mega heimilin sjálf virða að
vettugi þau lög, sem skólinn setur, þó þau brjóti að ein-
hverju leyti í bág við. skoðanir foreldranna sjálfra, þá
er að leita samkomulags við kennarann, en ekki álasa
skólanum í áheyrn barnsins, það er óþolandi. Flest
börn bera ótakmarkað traust til kennara síns, það
mega foreldrarnir ekki niðurbrjóta.
Börnin eiga áhugamál utan skólans, sport, hljóð-
færaslátt o. f 1., þar þarf barnið að njóta stuðnings og
samúðar heimila og skóla, og hjálpar til að velja holl
viðfangsefni. — Börnin eiga vini, sem þau eiga að
venjast á að rækja og halda trygð við, foreldrar og
skóli hjálpast að því. Nærgætni og hjálpsemi við fje-
laga er ein af hinum sjálfsögðu borgaralegu dygðum,
sem skóla og heimili ber skylda til að þroska hjá börn-
unum. — En sjerstaklega þurfa að vera góð samtök um