Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 27
Hlín
25
er vandi ag mikið erfiði að leiða mörg börn misjöfn að
g'áfum, undirbúningi og vilja fram að settu marki, sem
góður kennari jafnan setur sjer hátt. — En starf ke'nn-
arans er göfugt umbótastarf, hvað er eiginlega göf-
ugra og háleitara en að mega móta þessar ungu sálir,
hafa áhrif á þær, sem ef til vill vara lífið út. Eruð þið
ekki öll á þeirri skoðun, að það sje þörf á að foreldrar
og kennarar hjálpist að í þessu vandamáli, og að það
sje þörf á að vekja ábyrgðartilfinningu manna fyrir
uppeldismálum yfirleitt?
Mönnum er tamt, bæði í bæjum og sveitum, að bera
fyrir sig tímaskort, ef ætlast er til að heimilin styðji
skólana í starfi: veiti börnunum undirbúningsfræðslu
eða taki ofurlítinn þátt í starfi skólanna. En sannleik-
urinn er, að ef menn kunna lag á þessum hlutum, út-
heimtir það mjög lítinn tíma að veita 1—2 börnum
undirbúningsfræðslu, eða fylgja óbreyttu starfi þeirra
sem í skóla ganga. Menn afsaka sig líka alment með
því, að þeir hafi ekki lag á börnunum, og svo kunni
þeir ekki að kenna. — Alt mun þetta hafa við rök að
styðjast. En getum við unað þessari niðurstöðu? Get-
um við róleg varpað allri okkar áhyggju í uppeldis-
og fræðslumálum á skólana, án þess að leita nokkurrar
samvinnu við þá? Geta foreldrarnir unað því að ann-
ast aðeins likamlegar þarfir barna sinna, en eiga lítinn
eða engan þátt í því að móta hugsunarh'átt þeirra eða
hafa áhrif á andlegan þroska þeirra. Jeg þekki mörg
dæmi þess, að stálpaðir drengir eru aldrei heima nema
blá nóttina og á meðan þeir eru að borða. Það hafa
aumingja mæðurnar orðið að viðurkenna með tárum.
Við megum með kinnroða. játa, að uppeldi barna og
unglinga í landinu er stórum ábótavant. Og hvar lend-
ir ef undirstaðan er völt? Á ótryggum grundvelli bygg-
ir enginn glæstar hallir. Agaleysið og ábyrgðarleysið í
uppeldinu er undirrót margs, ef ekki alls ills í þjóðlífi