Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 32
30
Hlín
sjá þessháttar trje í allri sinni dýrð suður á Púlí. Jeg
ók fram hjá aldingarði, þar sem greinarnar svignuðu
undir appelsínum, og mig langaði til að klifra yfir
grindurnar til að ná mjer í nokkrar, en jeg ljet mjer
nægja með ánægjuna af að fá að líta þá sömu fögru
sjón, sem varð Goethe svo eftirminnileg, að öll dýrð
ítalíu var í huga hans við hana bundin. En nú var jeg
í Fífilgerði, og jeg sá í huga, að áður en langt um líður,
megum við vænta að jafnvel langt uppi í afdölum á
voru fsa- kalda -landi, verði komnir gróðrarskálar, þar
sem »gulleplið í dökku laufi hlær«, og margur annar
gróður fagur og nytsamlegur, sem fáa hefur hingað til
dreymt um. —
Það var hún Hulda Garborg, sem hreif mig með
sinni hrifningu af framtíðarmöguleikum garðyrkjunn-
ar á íslandi. Hún kom til Akureyrar fyrir 27 árum
síðan og pabbi minn fór með henni suður að Reykhús-
um. Þar sá hún laugarnar og sá í anda þá sjón, sem
síðan er orðin raunveruleg suður á Reykjum í Mos-
fellssveit, og máske víðar, þar sem hverir og laugar eru
— sem sje gfóðrarskála, þar sem rækta má allskonar
ætijurti'r og blóm. — Seinna sá jeg ritgerð eftir Huldu
um ferðalag til eyjanna Jersey og Guernsey í Ermar-
sundi. Þar sá hún hvernig fjölskyldur lifðu eingöngu á
gróðrarskálum sínum, hituðum með mókolum. Þær
seldu garðafurðirnar til Lundúna og Parísarborgar
Þá mintist frúin hinna guðumkæru íslendinga, sem
fengu ókeypis hita frá iðrum jarðar.
Það er nú orðið öllum ljóst hvílíkur búhnykkur er að
hafa laugar og hveri á jörðum sínum, og meðal annars
hagnaðar má alstaðar koma sjer upp gróðrarskálum,
þar sem við slík hlunnindi er að búa. En nú vitum við,
að með rafhita má hið sama takast, og þetta hefur Jón
Rögnvaldsson sýnt okkur fyrstur í Eyjafirði. í fyrst-
unni ætlaði hann að koma sjer upp skála suður í Krist-