Hlín - 01.01.1930, Side 33
Hlin
S1
nesi, en þegar faðir hans og nágrannar, bændurnir á
Króksstöðum og Leifsstöðum, í sameiningu beisluðu
Bíldsána og fengu frá henni ljós og hita, þá datt Jóni
í hug að nota rafmagnið til að hita með því gróðrar-
skála.
Skálinn er lítill enn sem komið er — aðeins 10X3 /2
metrar — með skjólgóðum steinsteypuvegg að norðan,
en að sunnan er hann mestallur úr gleri og loftið í
lionum sömuleiðis. Tveir kílóvattsofnar eru nægilegir
til að hita hann svo, að »gul sítrónan grær« 0. s. frv.
Það gladdi mig ósegjanlega að sjá hvernig Bíldsáin
má verka svo furðulega hluti og jeg samgladdist Jóni.
Þarna hefur hann riðið á vaðið og eftir kunna að fylgja
allir bændur á íslandi, þegar fylling tímans er komin,
þ. e. þegar hin stóru orkuver eru fullgjörð og rafmagn-
ið streymir svo að segja ókeypis inn á hvert kot á landi
voru eins og vatnið ofan úr fjallinu, eða máske það
fljóti um loftið víðvarpað eins og hver vill. En sleppum
nú öllum stærri draumum í bráð. Hér var það Bíldsáin.
Hún hafði frá landnámstíð verið lítilsmetin af bænd-
um, jafnt í Fífilgerði sem Kaupangi, og jafnan haft ó-
orð af að spýta mórauðu, bæði aur og steinskriðum út
á túnin og engjarnar, og sundurgrafa og brjóta spild-
ur úr túnunum. Enginn mun verulega hafa haft gagn
af þessari ársprænu, nema jeg giska á, að Jón Rögn-
valdsson muni, þegar hann var drengur, hafa skemt
sjer við að fleyta eftir henni hrossataðskögglum og
gorkúlum eins og krökkum er títt. En lítt mun hann
þá hafa rent grun í, að sú bíldótta mundi seinna geta
lagt honum lið til að yrkja ítalslcan gróður í hlaðvai-p-
anum og verða fyrirmynd framtíðaraldinræktunar í
stórum stíl á landi voru, sem löngum hefur verið talið
helgrindahjarn. Og enn meira. Með rafmagnsylnum og
birtunni okkar mætti uppfóstra og koma á legg ýmis-
konar trjáplöntum frá fjarlægum löndum til að gróð-