Hlín - 01.01.1930, Page 34
32
Hlin
ursetjast út um hlíðar og haga og klæða landið skógi.
— Margskonar ætijurtir útlendar voru þarna í skálan-
um, svo sem rætur og kálhöfuð, tómötur o. fl. Og ýms-
ar trjáplöntur sýndi Jón mjer, sem á stuttum tíma
höfðu skotið fram greinum og laufum. En einkum leist
mjer vel á litla útgáfu af risafurunni frá Kaliforníu,
»Sequoia gigantea« heitir hún, og verður hæst allra
trjáa, eða 450 fet og sundlar alla fugla sem á hana setj •
ast, eins og Gröndal mundi sagt hafa. Sum slíkra trjáa
eru jafngömul Abraham, ísak og Jakob, ef þeir eru enn
á lífi hinumegin.
Jóni var sent fræ af kunningja í San Francisko fyr-
ir tveim árum síðan, og setti hann það í blómsturpott.
Það kom upp eftir nokkurn tíma, en hefur þó fyrst
þrifist vel í gróðurskálanum, og er nú komin þar
spannarlöng fura, prýðisfalíeg. Eg vil nú óska blessaðri
furunni, að þegar hún fer að reka sig upp undir þakið,
þá megi Jón gjöra henni annað stærra og hærra þak —
og seinast megi hann sjá hana vaxa upp úr þvi þaki
einnig, og verði hún þá orðin fær um að þola allan ís-
lenskan kulda og illviðri, og standa síðast berskjölduð
á hlaðinu í Fífilgerði, þegar Jón lýkur æfi sinni í hárri
elli og saddur lífdaga. Skemtilegur væri honum sá
minnisvarði um viðleitni hans í að klæða landið.
Jeg gríp það nú ekki alveg úr lausu lofti að rækta
megi suðrænan gróður í kaldri, íslenskri mold og úti-
lofti, því jeg man eftir eplatrjenu hennar Jónínu heit-
innar Möller. Hún sáði eplakjarna í blómsturpott af
rælni. Upp spratt lítið eplatrje og ár eftir ár óx það í
stofunni, þar til stofan varð of lág og lítil. Þá var því
plantað úti í garði vestan undir húsgaflinum, og þar óx
það og blómgaðist ágætlega og bar ávöxt með stöðug-
lyndi. Epli komu á hverju hausti og voru að vísu lítil
og súr á bragðið — en stækkuðu ár frá ári og voru síð-
ast orðin á stærð við útsæðiskartöflu. Allir dáðust þó