Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 39
vegar verndaðar fyrir innan að komandi veiklun og
sýkingu og utan að komandi smitun og' áföllum.
Börnin eru látin stíga í fæturna, til þess að æfa þá,
áður en þau fara að ganga. En þó að blessuð börnin
vilji stinga öllu, sem hönd á festir, í munninn, af með-
fæddri þörf á því að tyggja og naga, m. ö. o. æfa kjálk-
ana og þjálfa tennurnar, þá er þeim alla jafna varnað
þess. Leikföng barna eru og sjaldan svo útbúin, eða
úr því efni, er vel hentar til þess að naga; en ef til vill
þykir það ósiður nú orðið, að lofa börnunum að tönnla
á harðfiski og naga bein, sem hvorttveggja er þó það
handhægasta og hentugasta.*
Eins og það er áríðandi að styrkja tennurnar á þenn-
an hátt, þá er það og jafn áríðandi að börnin fái svo
kalkríka og fjörefnaríka fæðu, sem þau þurfa. Eru
ekki skiftar skoðanir um það, að móðurmjólkin er ung-
börnum hin langsamlega hollasta fæða, sje móðirin
heil heilsu. Henni næst er húsdýramjólkin, — mjólk úr
kúm, geitum og hryssum, — hæfilega blönduð og bætt,
eftir því sem þörf er á, til þess að efnasamsetning
hennar verði sem líkust og í móðurmjólkinni. Og er þá
þess að gæta, að skepnur, sem fóðraðar eru á hröktu,
fjörefnasnauðu heyi, geta ekki skilað þeim efnum i
mjólkinni, sem þær ekki fá í fóðrinu. Því er það, að
barnatennur »brenna« um leið og þær koma, að efna-
samsetning þeirra,.—■ tannanna, — er skökk, annað-
hvort fyrir sjúkleika móður á meðgöngutimanum, eða
skakka blöndun þeirrar fæðu, sem barninu er gefin.
En sje nú ekki þessu til að dreifa, þá er næsta atrið-
ið, sýking tannanna vegna smitunar.
í munnvatni barnsins nýfædda eru skiljanlega engir
gerlar, en þeir geta hæglega borist þangað úr munni
* Hart brauð og harðfiskur ætti að vera víðar á borðum en nú
tíðkast, þá væri tennur manna betur farnar en þær eru.