Hlín - 01.01.1930, Síða 41
Hlin
39
Alt öðru máli' er að gegna, ef barnatennurnar eru
orðnar skemdar, þegar fullorðinstennurnar koma. Fer
þá yarla hjá því, að þær skemmist líka, og það svo að
segja um leið og þær eru komnar.
Svo sem kunnugt er, taka börnin á 6.—7. ári, 4 jaxla
fyrir aftan barnatennurnar. Þessum tönnum, sem eru
stórar og kröftugar, með 2—8 æðaríkum rótum, og að
öllu hið besta útbúnar frá náttúrunnar hendi, eru þó
allajafna sköpuð ill örlög af hinum skemdu barnatönn-
um. En vegna þess, hve sterkar þær eru, þá tekur það
oft mörg ár, sem þær eru að rotna niður til fulls. Þótt
þær skemmist strax á 7.—8. ári, sitja leifar af þeim
niðri í kjálkanum alt fram yfir tvítugt. Allan þennan
langa tíma eru þær hinar andstyggilegustu rotnunar-
þrær og pestarbæli. Verður tæpast ofsögum af því sagt,
hver ósómi mönnum er að slíkum tönnum, auk þeirrar
óhollustu, sem af þeim stafar fyrir munn og maga, —
og jafnvel andardrátturinn ber það ósvikið með sjer,
ef maðurinn hefur skemdar, óhirtar tennur.
Það er því aðkallandi nauðsyn á því, að láta strax í
tæka tíð gera við tennurnar. Þeim mun minna sem
tönnin er skemd, þeim mun betra; og enginn skyldi
halda, að nokkrar tilbúnar tennur — gervitennur —
,sjeu yfirleitt eins góðar og þær, sem náttúran sjálf
leggur til. Það væri hinn mesti misskilningur að halda
slíkt.
Nú skal í fáum orðum sagt frá því, hverra úrræða
helst er leitað, til að vernda tennur barnanna og gera
við þær, og hvernig því er hagað.
f menningarlöndunum, bæði hjer í álfu og annar-
staðar, er skólaskylda barna almennast lögboðin frá 7
til 14 ára aldurs. Þetta tímabil er að öllu hið þýðingar-
mesta fyrir tennurnar, því eins og áður segir er það
þá, sem tannaskiftin aðallega verða. Það má því óhætt
segja, að mjög sje því heppilega ráðið, bæði fyrir ein-