Hlín - 01.01.1930, Page 45
Hlin
43
ur að gangast fyrir landssýningu á heimilisiðnaði. Það
þurfti talsvert áræði fyrir fátækt fjelag að ráðast í að
halda sýningu, þareð ekki var loforð fyrir neinum
styrk af ríkisfje til að standast kostnaðinn. — En um
land alt var hafinn talsverður undirbúningur fyrir
þetta mál, bæði fjelög, sjerstaklega kven- og ung-
mennafjelög, og margir einstaklingar, höfðu árum
saman búið sig undir og gert ráð fyrir sýningu 1930,
svo það hefðu orðið mikil vonbrigði öllum almenningi,
ef ekki hefði orðið af sýningarhaldi. — Á hinn bóginn
mælti líka margt með því að nota þetta einstaka tæki-
færi til að draga fram í dagsljósið sýnishorn af ís-
lenskum heimilisiðnaði. — Heimilisiðnaðarfjelag ís-
lands samþykti á sl. ári að gangast fyrir sýningu og
kaus 6 manna nefnd til að hrinda málinu áfram. Það
lá þó við að alt strandaði á húsleysi, en úr því rættist
þó á síðustu stundu, því um nýár 1930 tilkynti ríkis-
stjórnin að hún lánaði Mentaskólann til sýningarhalds.
Sýningin var svo haldin í 10 herbergjum Mentaskólans
og var skift eftir sýslum (Reykjavík hafði sjerdeild),
og var opin frá 20. júní til 20. júlí. — Sýningarmun-
irnir voru um 2600, og Ijet það nokkuð nærri því, sem
gert hafði verið ráð fyrir við undirbúninginn, nfl. 12
munir úr hrepp og 250 úr Reykjavík, en í landinu
munu vera nær 200 hreppar. — Sýninguna sóttu nær
10000 manns, eða hjerumbil 300 á dag til jafnaðar. —
Sýningin hafði gott orð á sjer hjá almenningi, og há-
tíðanefndin var forgöngumönnunum þakklát fyrir að
hafa efnt til sýningar. — Á sýningunni og söludeild
hennar seldist fyrir nær 10000 krónur, dýrasti hlutur-
inn, sem seldist, var silfurkassi (800 kr.). Var íslands-
uppdráttur grafinn á lokið, en landlagsmyndir og Ijóð
á hliðar og gaíla. Margrjet Baldvinsdóttir frá Helgu-
hvammi í Vestur-Húnavatnssýslu, leturgrafari í
Reykjavík, hafði grafið á kassann.