Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 53
/
Jílin 51
haldin verðúr fyrir land alt. Jeg býst við að enginn
neiti því, að sýningar sjeu oss þarflegar, og þá er að
gera sjer ljóst nú þegar, hve oft við þurfum og getum
haft sýningar fyrir land alt. Að mínu áliti ætti að
halda landssýningu á 10 ára fresti. — Það hefur viljað
svo til, að undanfarandi sýningar hafa verið haldnar
með hjerumbil 10 ára millibili, 1911 og 1921. Væri það
vel við eigandi að hafa sýningu fyrir land alt einmitt
á áratugamótum, þannig að næsta sýning yrði 1940.
En hvað sem ofan á verður í því efni, er ekki úr vegi
að athuga hvað þessi sýning hefur kent oss að því er
snertir skipulag og rekstur, halda því sem hæfast er,
en sneiða hjá þeirri skerjum, sem maður hefur rekið
sig á.
Reynslan hefur leitt í ljós, að það er hagkvæmt og
gott að skifta sýningunni eftir sýslum, ennfremur
reyndist það vel, að fulltrúar heiman úr hjeruðum
fylgdu mununum eftir, afhentu þá og ynnu í sinni
deild allan sýninartímann, seldu það sem selja átti, og
byggju um munina til heimferðar.
Sýningarhaldið gekk að mun liðugar þar sem full-
trúar unnu þannig allan tímann. Þessum mönnum var
greitt ferðakaup frá sýslufjelagi sínu eða fjelagasam-
bandi því, sem stóð straum af sýningunni, ennfremur
kaup og uppihald, meðan fulltrúinn var að afhenda
munina, snyrta þá til og lagfæra skýrslur. Þetta var
heimtað af öllum jafnt. En eftir þetta fóru margir af
fulltrúunum heim, þá þótti sjálfsagt að sýningin gerði
alla jafna og greiddi þeim sem eftir voru kaup fyrir
það, sem þeir unnu í hennar þágu. (Svo sem kunnugt
er, áttu fulltrúar forgangsrjett að vinnu við sýninguna,
og notuðu þeir sjer það nokkrir).*
* Allir, sem unnu við sýninguna fengu kaup fyrir vinnu sína,
nema sýningarnefndin. Heimilisiðnaðarfjelag Islands lagði að
sjálfsögðu mest fram bæði af fje og vinnu.
4*