Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 55
Hlín
58
Hvað á svo almenningur að leggja sjer á hjarta að
því er þetta mál snertir til næstu landssýningar á heim-
ilisiðnaði? Hvernig eigum við að undirbúa okkur? Með
því fyrst og fremst að halda áfram að hafa sýningar.
Þar megum við ómögulega gefast upp. Best að hafa
þær með vissu millibili, svo menn sjeu viðbúnir á
hverjum stað. Sjerstaklega þarf Reykjavík og fleiri
bæir að hafa sýningar oftar en þeir hafa gert.
Jeg treysti því fastlega, að bæði konur og menn vinni
að þessu áfram, treysti kvenfjelagasamböndum hjer-
aðanna, Kvenfjelagasambandi íslands og Ungmenna-
fjelögunum, sem hafa reynst svo ágætir liðsmenn í
þessu máli.
En það er ekki til neins að gera ýmsa fallega og
góða hluti einungis til gamans, sýna hvað maður getur,
en nota þaö svo ekki. Sá hugsunarháttur þarf að kom-
ast inn hjá almenningi, að það sé sómi en ekki minkun
að nota það, sem framleitt er hjer innanlands. Ef sá
hugsunarháttur á að ná fótfestu alment, þá verða þeir,
sem geta veitt sjer hvað sem er, að ganga á undan með
að nota það innlenda, bæði til klæðnaðar og húsbúnað-
ar. Þá er rjetta lagið komið á. — Með stefnufastri og
þjóðlegri fræðslu, bæði skóla og sýninga, eykst áhugi
manna fyrir handavinnu, og vjelarnar ljetta undir. —
Skólarnir verða að taka trygð við þjóðlega gerð og inn-
lent efni, taka upp íslenskar hannyrðir úr þjóðmenja-
safninu og útbreiða íslenskan vefnað.
Heimilisiðnaðarfjelag Islands hefur hug á að gefa
almenningi kost á góðu, íslensku bandi, með haldgóðum
og fallegum litum til útsaums, prjónaskapar og vefnað-
ar. Margir mundu taka því fegins hendi að öðru jöfnu,
að fá íslenskt efni, en það er hvergi fáanlegt vel vand-
að, þó skömm sje frá að segja.
Svo væri skaðlaust að losa okkur við tollundanþágu
á ullarbandinu útlenda. Ætli við ættum ekki að geta