Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 57
Hlin
55
eða skólakerfi kosti alveg.sína deild, en inngangseyrir
yrði notaður sem fyr er getið. Það mundi sannast að
skólasýningar ljetu margt gott af sjer leiða, þar lcæmi
fram heilbrigður metnaður og keppni um að láta sína
deild vera fallega og vandaða; það heldur jafnan velli
sem hæfast er. Að sýningu lokinni, ef ekki fyr, ætti
hver skóli að koma sjer niður á hagkvæmt kerfi, sem
heppilegt væri að fylgja, því þótt ekki sje mælandi með
rígbundnum kerfum á sviði fræðslumálanna, þá er þó
ekki unandi við það, að hver kennari eða skólanefnd
geti látið kylfu ráða kasti um það hvað kent er.
Af skólasýningu, sem vel er vandað til, má búast við
miklu góðu. Farið nú þegar, kennarar góðir, að búa
ykkur undir hana, jeg vona að þið takið undir það með
mjer, að fimm ár er ekki of langur undirbúningstími.
Sýningar þær, sem haldnar hafa verið í vor, bæði
Landssýningin og hjeraðssýningarnar, kveða niður þá
grýlu, að ekkert sje unnið í landinu vegna fólksfæðar,
og að enginn vilji nota neitt íslenskt, því á einum mán-
uði seldi sýningin fyrir 10 þúsundir króna. Þetta
hvorttveggja sannar, að það þarf að koma upp útsölu,
að minsta kosti í öllum kaupstöðum landsins, þar sem
væri á boðstólum góð íslensk handavinna af ýmsu tæi
með sanngjörnu verði. Ein búð, þar sem íslensk vinna
fengist keypt móti tugum og hundruðum búða, sem
selja marga þá vöru, sem við getum framleitt betri,
meira við okkar hæfi — og fult svo ódýra.
Almenningur, sem kaupir, krefst þess að fá útsölu,
framleiðendur krefjast þess líka. Málið þolir enga bið.
Á næstu árum verður útsalan að koma. Og kvenfje-
iögin geta sjálf hrint þesu máli í framkvæmd, með því,
eins og bent var á- á sambandsfundunum í fyrra, að
hefja samtök um að lána fje rentulaust til fimm ára til
að koma fyrirtækinu af stað. Þetta hefur verið reynt
erlendis, og gefist vel. — Hundrað íslenskum kvenfje-