Hlín - 01.01.1930, Page 61
Hlín
59
Á seinni árum hafa kvenfjelögin víkkað starfs-
svið sitt, þau hafa beitt sjer fyrir ýmiskonar fræðslu í
sveitum og kauptúnum, sum hafa starfrækt unglinga-
skóla, sum staðið fyrir námsskeiðum og umferðar-
kenslu í matreiðslu, handavinnu eða garðrækt. Þau
hafa mörg gengist fyrir sýningum, sum hafa haft
hjúkrunarmálin með höndum, sum hafa sett á stofn
gamalmennahæli, sum starfrækt gistihús, af því að það
hefur verið sjerstök þörf á því fyrir kauptún það, sem
fjelagið starfar í, sum hafa tekið sjer fyrir hendur að
hlynna að safnaðarkirkjunni sinni, sum hafa gengist
fyrir sölu á handavinnu, og þannig mætti lengi telja,
því kvenfjelögin hafa tekið þau verkefni upp, sem þörf
hefur verið á að leysa í það og það skiftið og á hverj-
um stað fyrir sig. En sitt einka-verkefni að hlynna að
og hjálpa þeim sem eiga bágt, hafa kvenfjelögin ekki
yfirgefið, þó verkefnin hafi fjölgað, þökk sje þeim
fyrir það.
Sjerstök hlutverk meðal íslenskra kvenfjelaga hafa
verkakvennafjelög, kvenrjettindafjelög og lestrarfje-
lög og þau fjelög, sem vinna að trúmálum og bindind-
ismálum.
fslenskir staðhættir gerðu það þegar frá byrjun að
verkum, að lítil sem engin samvinna gat orðið með fje-
lögunum í hinum ýmsu sveitum og bæjum. Erf-
iðleikarnir eru margir og miklir vegna strjálbygðar
og fámennis að halda fjelögunum saman og hafa fund-
ina fjölbreytta. Þess eru þó varla dæmi, að kvenfjelög
hafi hætt að starfa. Konurnar eru þolgóðar og láta
ekki hugfallast þó á móti blási, eru ófúsar á að láta
þá starfsemi niður falla, sem þær hafa byrjað á, og
sem þær finna að á rjett á sjer og gerir gagn. Enda
þykir konunum vænt um fjelögin sín.
(En þeim varð það brátt ljóst að ólíkt fleiru mátti