Hlín - 01.01.1930, Side 63
tilín
61
mið Sambahdsins mun það verða fyrstu árin að hlynna
að húsmæðraskólanum á Hallormsstað, sem nú er verið
að reisa.
Sunnlenskar konur stofnuðu til samvinnu vorið
1929 og hefur sambandsfjelag þeirra gengist fyrir
hjeraðssýningu, fjölmennum kvennafundum og um-
ferðarkenslu, meðal annars í garðyrkju. Kvenfjelögin
í Gullbringu- og Kjósarsýslu hafa komið á hjá sjer
Sambandi á síðastliðnu ári (1929).
Samband kvenna á Vestfjörðum var stofnað vorið
1930 og tilraun hefur verið gerð til að sameina kven-
fjelögin kringum Breiðafjörð, og mun það takast áður
langt um líður. — Allir eru, á eitt sáttir um það, að fje-
lögin þurfi að vinna saman að áhugamálum sínum, ef
þau eiga að fá framgang.
Forgöngukonur þessa sambandsmáls báru þá hug-
sjón í brjósti, að brátt rynni upp sá dagur, að öll kven-
fjelög landsins gengju til samvinnu um þau mál, sem
unnið hefur verið að í fjelögunum og hinum smærri
samböndum nú í hálfan mannsaldur, en þau eru þessi:
Heimilisiðnaður, heilbrigðismál, uppeldismál, hús-
mæðrafræðsla og garðyrkja.
Hugsjónin um sambandsstofnun rættist fyr og betur
en maður hafði gert sjer hinar bestu og björtustu von-
ir um, lágu til þess ýmsar orsakir, er nú skal greina:
Á Landsfundi kvenna á Akureyri 1926 kom fram sú
krafa af hendi kvenna, að Búnaðarfjelag íslands, sem
ber búriaðarmentun lcarla, umferðarkensluna, á herð-
um sjer, veitti 5000 krónur af fje því, er það hefur til
umráða úr ríkissjóði, til að halda námsskeið og leið-
beina í garðyrkju og til að hjálpa efnilegum stúlkum
til náms í þeirri grein. Ennfremur að Búnaðarfjelagið
veitti 5000 krónur til sjermentunar kvenna: Hús-
mæðrafi’æðslunnar. Það var gert ráð fyrir, að konur
hefðu sjálfar að mestu hönd yfir fje þessu. — Nefndir