Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 65
Hlín
63
en þetta gerðu konurnar og háðu hálfsmánaðar þing í
Reykjavík. Fulltrúar urðu 19, þar með taldir 4 full-
trúar frá Bandalagi kvenna í Reykjavík og 2 frá Heim-
ilisiðnaðarfjelagi íslands.
Umræðuefnin voru þessi:
1. Handavinnu- og matreiðslukensla í barnaskólum.
2. Umferðarkensla.
3. Heimilisiðnaður.
4. Húsmæðraskólar.
Umræðurnar um lög Sambandsins tóku lengstan
tíma. Það var vandi að gera lögin svo úr garði, að öll
fjelög, bæði í bæjum og sveitum, gæti gengið þar inn,
hvaða mál sem þau kynnu að hafa á stefnuskrá sinni.
Niðurstaðan varð sú, að það var dæmt fullnægjandi, að
samband það, sem óskaði inntöku í kvenfjelagasam-
band íslands, hefði húsmæðrafræðslu og heimilisiðnað
á stefnuskrá sinni og hjeti þeim málum styrk sínum.
Hvert einstakt fjelag innan sambandsins þarf ekki að
hafa það ákvæði í lögum sínum. Þess ber að gæta, að
kvenfjelagasamböndum einum er ætluð inntaka í K. í.,
en ekki einstökum fjelögum.
Um fjárframlag til Kvenfjelagasambands fslands
frá fjelögum eða fjelagasamböndum, sem í það ganga,
er vitanlega ekki að tala, heldur þvert á móti styrkir
K. í. sambönd þau, sem í það ganga, ef fje fæst til
starfseminnar úr ríkissjóði. — Sá styrkur veitist að-
allega þannig, að umferðarkennarar í ýmsum verkleg-
um fræðum verða sendir samböndunum. Ennfremur
gerir K. f. ráð fyrir að bera allan kostnað af kvenna-
þingunum, sem verða haldin annaðhvort ár, þar með
talinn ferðakostnaður fulltrúanna. í þriðja lagi verður
unnið að því af kappi, að koma sem fyrst upp skóla
fyrir kenslukonuefni, þær stúlkur sem ætla að verða
umferðarkennarar, svo mentun þeirra verði í fullu
samræmi við íslenska hætti í hvívetna.