Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 74
72
Hlin
hún besta möðir, og mun það sjaldgæft, að konu takist
eins vel að eignast ást og virðingu stjúpbarna sinna og
hjer varð raun á. Líktist hún í þessu móður sinni. Sam -
búð hennar við mann sinn var hin besta. Hún leit
sennilega á hlutverk eiginkonu frá sjónarmiði skyldu-
ræktar og samviskusemi.
Sr. Vigfús og stjúpa mín eignuðust 3 börn. Aðeins
eitt komst upp, Björgvin sýslumaður á Efra-Hvoli. Hin
dóu ung, Jón á 1. ári og Björgheiður fjögra ára. Missir
þessarar litlu stúlku varð þyngsta reynsla stjúpu
minnar. Það fyrntist aldrei yfir þann harm, jafnvel
þó hún efaðist ekki um endurfundi hinumegin graf-
arinnar.
1873 veiktist sr. Vigfús af krabbameini. Fór hann til
Kaupmannahafnar um haustið að leita sjer lækninga.
Stjúpa mín fylgdi honum til skips, suður á Djúpavog.
Það var í nóvembermánuði í vondri tíð. Voru snjóar
svo miklir, að hestum varð ekki við komið. Fóru þau
fótgangandi alla leið. Varð þetta síðasta samfylgd
þeirra, því sr. Vigfús dó á sjúkrahúsi í Kaupmanna-
höfn 18. mars 1874.
Faðir minn, Páll Vigfússon, var þann vetur í Höfn
og tók heimspekisþróf við háskólann um vorið (1874).
Hvarf hann þá heim og fór að búa í Ási með stjúpu
sinni. Munu þau hafa búið þar 1 ár, eða þangað tii sr.
Sigurður Gunnarsson, síðar prestur á Valþjófsstað og
Stykkishólmi, fjekk brauðið 1875(?) Þá fluttu þau að
Hrafnsgerði í Fellum og bjuggu þar til 1880, að faðir
minn giftist móður minni, Eiísabetu Sigurðardóttur
frá Hallormsstað. Flutti hann þangað um vorið og
stjúpa hans með honum. Tók hún við bústjórn á Hall-
ormsstað innanbæjar og hafði hana á hendi í 25 ár.