Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 78
76
Hlín
En hans naut skamma stund við. Hann hafði lengi ver-
ið sullaveikur og dró sú veiki hann til dauða. Hann dó
16. maí 1885. Foreldrar mínir eignuðust 2 börn, Sig-
rúnu, konu Benedikts Blöndal í Mjóanesi og Guttorm,
skógarvörð á Hallormsstað. Eitt fósturbam tóku þau,
Pal Ólafsson frá Hamborg, nú bónda á Arnaldsstöðum
í Fljótsdal. Var hann systkinabarn við föður minn. Jeg
var.tveggja ára er faðir minn dó, Hafði jeg tekið eftir
honum að kalla stjúpu hans stjúpu, og hjeldum við því
síðan öll börnin. Er hann lá banaleguna, lofaði stjúpa
mín honum að yfirgefa ekki ekkju hans og börn og
standa fyrir heimilinu eins og áðúr. Hefur loforð aldrei
verið betur efnt.
Samstarf þessara 'tveggja kvenna, eftir lát föður
míns, og stríð við erfiðan búskap og einstæðingsskap,
er merkur þáttur í æfi þeirra. Þeim tókst að halda við
þessu stóra og mannmarga heimili — þar voru altaf
um 20 menn í heimili eftir að jeg man eftir mjer — um
langt skeið, og láta það, sjálfsagt að miklu leyti, halda
þeim myndarbrag og rausn, sem hafði einkent það í
tíð föður míns og afa.
Mestur þungi þessa starfs hvíldi eflaust á herðum
stjúpu minnar. Hún hafði á hendi alla stjórn heimil-
isins innanbæjar og alt það annríki og aðkall, sem því
fylgir að standa fyrir stóru búi, lenti á henni, og á
herðum hennar hvíldu líka áhyggjur hinnar efnalegu
afkomu heimilisins. Það jók líka á erfiðleikana, að
ráðsmaðurinn átti heima á öðrum bæ, Ormsstöðum,
sem er hjáleiga frá Hallormsstað, og kom því oft til
hennar kasta að sjá um utanbæjarstörf.
Þó allur búskapurinn hvíldi þannig á stjúpu minni,
verður ekki sagt að starf móður minnar væri lítils-
virði. Hún annaðist fyrst og fremst um okkur börnin.
En þýðing hennar fyrir heimilið lá langmest í fyllingu
persónu hennar og meðfæddrí *göfgi, sem var yfir