Hlín - 01.01.1930, Side 81
Hlín
79
ið af hendi land til skógræktartilrauna, gefið samþykki
sitt til friðunar skógarins, er hafði í för með sjer efna-
legt tjón fyrir hana, því hún varð að fækka f je að mikl-
um mun. Loks hafði hún afsalað sjer lífstíðarábúðar-
rjetti á Hallormsstað vegna skógræktarinnar. Að vísu
var henni ljúft að gera þetta fyrir skógræktarmálið.
Henni var ant um skóginn, og alla hennar búskapartíð
hafði verið farið betur með hann en áður hafði verið
gert. En jafnframt hafði hún treyst því, að hún fengi
að vera kyr og að sonur hennar, sem þá var að læra
skógrækt erlendis, yrði skógarvörður á Hallormsstað.
Hún flutti að Mjóanesi í Skógum, er var eignarjörð
hennar, og bjó þar í 2 ár. En vorið 1909 bætti Björn
Jónsson ráðherra fyrir órjett þann, er hún hafði verið
beitt, og veitti Guttormi syni hennar skógvarðarstöð-
una á Hallormsstað, og flutti hún þá til hans, og þar
með hafði rætst sá draumur hennai', að sonur tæki
við jörðinni. Hún var hjá syni sínum og konu hans,
Sigríði Guttormsdóttur frá Stöð, þangað til 1924.
Flutti hún þá aftur að Mjóanesi, þar sem við hjónin
höfðum byrjað búskap um vorið, og dvaldi þar það sem
eftir var. Hún dó 22. sept. 1927. Seinustu 5 árin var
hún blind, en bar það með sömu stillingu og hún hafði
borið alla reynslu. Hún var skamma stund veik og
fjekk hægt og rólegt andlát.
IV.
Stjúpa mín var fremur lítil kona og grönn og falieg
á fæti. Andlitið var ekki frítt, en svipmikið og höfð-
inglegt. Hún var stórlynd að eðlisfari, skapmikil, til-
finningarík og nokkuð örgeðja, viðkvæm og glaðlynd.
Má rekja alla kosti hennar til þessara eðlisþátta, því
uppeldi hennar og lífsviðhorf beindi þeim í rjetta átt.
Þaðan kom henni orka í verki, samúð og nærgætni við