Hlín - 01.01.1930, Síða 84
enn i minni hve hrifin hún var, er hún las fyrstu kvæði
Þ. E., sem út komu í Sunnanfara.
Hún söng ekki, en mjer þótti ávalt gaman að heyra,
þegar hún raulaði fyrir munni sjer fallega vísu, eins
og »útrænan blíða, sem oft kystir mig«, eða aðra slíka.
Það var aðdáun í röddinni og líkast því sem hún bless-
aði hvert orð.
En ást móður minna á kvæðum J. H. og Þ. E. og á
ferhendunni var aðeins einn þáttur í ást hennar á ís-
landi og öllu, sem íslenskt er. Svo var einnig um yndi
hennar af sögu íslands og af ættfræði. Henni var þetta
eins og meðfætt. En sennilega hefur hún orðið fyrir
áhrifum af föður sínum í þessum efnum, hann unni öll-
um þjóðlegum fræðum. Móðir mín mun hafa verið með
ættfróðustu konum á Austurlandi í sinni tíð. Henni
nægði aldrei að vita hvað menn hjetu, heldur varð hún
líka að vita hverrar ættar þeir voru. Leit hún á það
sem hámark allrar fáfræði að vita ekki deili á upp-
runa sínum og ætterni. Hafði hún mesta ánægju af að
.tala um þessa hluti seinustu árin, eftir að hún misti
sjón.
Eitt aðaleinkennið í skapgerð móður minnar var lát-
leysi. Jeg hef aldrei þekt neinn, sem hefur verið eins
gersneyddur hjegómaskap í öllum myndum. Stóð þetta
sjálfsagt í nánu sambandi við sannleiksást hennar.
Hún kom ávalt fram eins og hún var í raun og veru.
Hún var sönn í orði og allri framkomu. Og á engu
hafði hún jafn einlæga fyrirlitningu og á tilgerð, gorti
og hræsni. Hún gat verið ákaflega meinleg í orði, kom
það helst niður á þeim, sem henni fundust heimskir og
hjegómlegir. Hef jeg aldrei heyrt eins miklu af fyrir-
litningu komið fyrir í einu orði og hún gat komið fyr-
ir í orðinu »tarna«, er hún notaði stundum sem eins-
konar upphrópun.
Fáa menn hef jeg þekt eins barngóða, enda þótti öll-