Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 84

Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 84
enn i minni hve hrifin hún var, er hún las fyrstu kvæði Þ. E., sem út komu í Sunnanfara. Hún söng ekki, en mjer þótti ávalt gaman að heyra, þegar hún raulaði fyrir munni sjer fallega vísu, eins og »útrænan blíða, sem oft kystir mig«, eða aðra slíka. Það var aðdáun í röddinni og líkast því sem hún bless- aði hvert orð. En ást móður minna á kvæðum J. H. og Þ. E. og á ferhendunni var aðeins einn þáttur í ást hennar á ís- landi og öllu, sem íslenskt er. Svo var einnig um yndi hennar af sögu íslands og af ættfræði. Henni var þetta eins og meðfætt. En sennilega hefur hún orðið fyrir áhrifum af föður sínum í þessum efnum, hann unni öll- um þjóðlegum fræðum. Móðir mín mun hafa verið með ættfróðustu konum á Austurlandi í sinni tíð. Henni nægði aldrei að vita hvað menn hjetu, heldur varð hún líka að vita hverrar ættar þeir voru. Leit hún á það sem hámark allrar fáfræði að vita ekki deili á upp- runa sínum og ætterni. Hafði hún mesta ánægju af að .tala um þessa hluti seinustu árin, eftir að hún misti sjón. Eitt aðaleinkennið í skapgerð móður minnar var lát- leysi. Jeg hef aldrei þekt neinn, sem hefur verið eins gersneyddur hjegómaskap í öllum myndum. Stóð þetta sjálfsagt í nánu sambandi við sannleiksást hennar. Hún kom ávalt fram eins og hún var í raun og veru. Hún var sönn í orði og allri framkomu. Og á engu hafði hún jafn einlæga fyrirlitningu og á tilgerð, gorti og hræsni. Hún gat verið ákaflega meinleg í orði, kom það helst niður á þeim, sem henni fundust heimskir og hjegómlegir. Hef jeg aldrei heyrt eins miklu af fyrir- litningu komið fyrir í einu orði og hún gat komið fyr- ir í orðinu »tarna«, er hún notaði stundum sem eins- konar upphrópun. Fáa menn hef jeg þekt eins barngóða, enda þótti öll-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.