Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 89
min 87
girðingu. Til bráðabyrgða er útbúið fjós efst í hlöðunni
að austan fyrir tvær kýr.
Niðurröðun herbergja er nokkuð eftirtektarverð, og
getur alveg eins átt við, þótt ekki sje bygt í burstastíl,
en á þó helst við á dálítið stærri jörð. — Þetta býli er
bygt með tilliti til þess, að húsfreyjan geti haft þar
námskeið í garðyrkj u á sumrum, en í hússtjórn á vetr-
um, og eru þar af leiðandi fleiri svefnherbergi útbúin
en annars er nauðsynlegt'á nýbýli. Syðsta burstin er í
tveim hæðum, kjallara og rishæð. Kjallarinn er að
hálfu grafinn í jörðu, er í honum að vestan rúmgott
borðstofueldhús, en að austan þvottahús. f þvottahús-
inu er miðstöðvar-ketill og baðker, ásamt taurúllu, þar
er handlaug, gólfsvelgur og skápur fyrir óhrein föt
og skófatnað. Vegna þess hve kjallarinn er niðurgraf-
inn koma gluggarnir hátt upp á veggnum, en það er að-
eins til prýði og þæginda og vinst með því mikið vegg-
pláss. í eldhúsbekk er tvöföld uppþvottaskál fyrir borð-
búnað, með rist yfir til að láta síga af leirvörunni. Eld-
húsbekkurinn er klæddur linoleumdúk, en veggurinn
uppi yfir flíslagður. — Eldavjelin er látin hita vatn
til uppþvotta, í steypibað og í handlaug í svefnherbergi.
þannig að vatnsgeymi er komið fyrir neðst í reykháfn-
um og vatn vatnsleiðslunnar leitt gegnum hann. Eru
það mikil þægindi fyrir húsmóðurina. í miðburstinni
er í kjallara, auk forstofu og gangs að hlöðu, tvö búr,
annað fyrir mjólk og daglegar matarleifar, en hitt fyr-
ir grænmeti, kjöt og fiskmat. — Lítið smíðahús er
undir vesturhlið, sem einnig má nota fyrir geymslu. —
Uppi eru tvö svefnherbergi og lítil stofa, sem aðallega
er ætluð fyrir vefnað. Þar yfir er aftur geymsluloft og
lítil skarsúðuð »baðstofa«, sem notuð er fyrir svefnher-
bergi í viðlögum.
Inngangi er þannig komið fyrir, að gengið er af
bæjardyrahellu inn á dálítinn pall, þaðan liggur svo