Hlín - 01.01.1930, Page 103
Hlín
101
Mjer finst jeg göfgast og hreinka í hug-
og hálfu ljettara viljans flug, —
sem ósjálfrátt víki alt á bug,
er andann til moldar dregur,
við guðdóminn skyldleik hans fyrst jeg finn
er fyllir hún lcærleik huga minn.
Guðs miðill er elskandi ásthuginn
og eilífrar gæfu vegur!
Það titrar í kyrðinni ljós um lín
hún leiðir mig þegjandi inn til sín
og bendir á sofandi börnin mín
við bólsturinn ljósa og mjúka.
Þau draga andann svo djúpt og rótt
sem dreymi þau Guð á helgri nótt.
Hún læðist á tánum ljett og hljótt
um lokkana þeirra að strjúka.
í bæn mætast samhuga sálir tvær
og sjálfar sig kenna Guði nær;
við mænum þögul í framtíð fjær
á forlaga dulda vegu.
Og sjálfkrafa Ijóðstrengir titra títt
og' tónamál skelfur í hreimi blítt, —
hve blessað er inni bjart og hlýtt
hjá börnunum elskulegu.
(Guöm. Guðmundsson: Heima. Ljóð og kvæði).
Ekki get jeg hugsað mjer, að nokkur eiginkona ætti
sjer betri ósk en þá, að vera þess megnug, að geta sýnt
ástvini sínum heimili þeirra í þeim ljóma, sem skáldið
sjer heimili sitt í, og sem lýst er í þessu kvæði.
Það er alvara mín, að þetta kvæði þyrfti hver eigin-
kona og húsmóðir að kunna, og hafa það sem takmark
í huga sjer, takmark þess hvernig hún á að gera heim-
ilið sitt,
\