Hlín - 01.01.1930, Qupperneq 105
Hlin
103
legn er þetta erfitt, og vandasamt, en þetta er nú
hlutverk þitt, kona. Hlutverkið, sem Guð sjálfur hefur
fengið þjer að vinna. Og þú átt máttinn til þess, jafn-
vei, þótt þú vitir það ekki sjálf. Þetta er þjer unt, ef
þig aðeins ekki brestur trúna á mátt kærleikans, sem
í þjer býr. Það ert ekki aðeins þú, kona, sem hef-
ur mentun hlotið og býrð sólarmegin í lífinu, lifir í
allsnægtum, gæfu og gengis, sem átt í þjer fólginn
þenna mátt. Heldur einnig þú, kona, sem fátt
hefur lært og situr forsælumegin í lífinu, býrð í lága
hreysinu við þröngan kost — í þjer býr hann líka
mátturinn — því ættgöfgi yðar allra er hin sajna —
Guðs ættar eruð þjer.
Máttur konunnar, sem hafið getur heimili hennar
í dýrð jarðneskrar sælu, er þess eðlis, að hann gerir
lágreistu býlin og hátimbruðu húsin jöfn. Jafn björt,
jafn hlý. — Því hann, mátturinn sá, er ekki moldinni
vígður. —
Kona!
Þótt starfssvið þitt sje, að því er virðist, tak-
markað af fjórum veggjum — þá minstu þessa: Inn-
an þeirra takmarka ert þú með áhrifum þínum, hvorki
meira nje minna en að viðhalda mannfjelagsbygging-
unni og leggja undirstöður undir framtíðartilveruna.
Hver einstaklingur, sem þú hefur áhrif á, hefur áhrif
á tíu aðra, hver þeirra tíu á hundrað, hundruðin á
þúsundir og milljónir.
Minstu þessa, kona —! Á hverjum degi ert þú að
vekja ölduhreyfingu, sem gerir um sig alt til endi-
marka tilverunnar, ert að vekja öldur sem brotna á
sjálfri eilífðinni. Og miklu veldur nú, hvort það eru
ijósöldur, sem af stað eru sendar, sem hvarvetna bera
yl og birtu, eða það eru rökkuröldur, sem bera með
sjer ömurleik og ógæfu — valda jökulruna þeim, sem
skapar ísöld þjóðarhjartans. —