Hlín - 01.01.1930, Blaðsíða 108
106
Hlín
og óhreint. Hugleið þú afl kærleikans, sem megnar að
breyta hreysinu í höll, sem skapað fær rósalund í auðn-
inni — og sumar, þar sem vetur ríkir hið ytra. Hug-
leið þú þetta, og ertu þá ekki undrandi yfir því, hve
nauðafáir virðast þekkja þetta almættisvald í allri þess
dýrð.
Hver er það nú, hjer á jörðu, sem fremst allra hefur
fengið sjer í brjóst lagið þetta alveldi kærleikans? Þú
veist það.
Það er móöirin. — Þegar ung móðir lítur fyrst í
augu barnsins síns, þá blossar þetta alveldi kærleikans
úpp í sálu hennar. Hún finnur leika um sig þann mátt,
sem ekkert getur bugað. — Hún finnur brenna í sjer
þá löngun að þola hverja eldraun. Hún finnur brenna
í sjer djúpa, helga þrá eftir því að fórna öllu, öllu fyrir
þessa litlu saklausu veru, sem er eins og borin inn í
tilveru hennar, með einhverjum ósýnilegum ljósþræði,
þarna langt, langt að ofan. — Á þeirri sársælu alvöru-
og gleðistund, þegar konan er orðin móðir, stendur hún
andspænis hinu dýrlegasta í hlutverki sínu. Hún finn-
ur þá svo ljóst, að nú er tilvera hennar einhvers virði,
og að nú fyrst er lífið í sannleika þess vert, að því sje
lifað. Því það að gefa og fórna, lifa fyrir aðra, er það
einasta sem gefur lífinu fullnaðargildi. Þótt kærleiki
móðurinnar sje ef til vill bundinn við barnið hennar
að miklu leyti, þá hefur þó sú eldskírn, sem móðirin er
vígð i þjónustu kærleikans, víðtækari áhrif. Sú kona.
sem er móðir, og elskar barnið sitt, fer að finna hjarta
sitt slá næmara fyrir þeim, sem svipað er ástatt um, —
hún finnur til meiri samúðar en áður en hún varð
móðir. — Þegar hún minnist við elsku barnið sitt á
sælustundum lífsins, verður henni ljóst, að mörg móð-
irin, sem elskar eins og hún, líður neyð og skort, og
getur ekki veitt barninu sínu ástkæra það, sem það