Hlín - 01.01.1930, Side 113
Bttn
111
var hlaupið látið setjast á botninn, en því mesta af mysunni
ausið ofan af, og osturinn tekinn saman með höndunum og lát-
inn í mátulega stórt ílát og það mesta kreist úr honum af mys-
unni, og' osturinn síðan pressaður t. d. eina nótt. Svo var hann
tekinn úr pressunni og látinn í saltpækil (það má líka strá salti
á hann, snúa honum, þegar saltið er runnið á efra borðinu, og'
salta þá hitt). Síðast var osturinn þurkaður í hjalli í nokkra
mánuði. Þess verður að gæta að láta ekki sól skína á ostana,
snúa þeim oft við og færa þá til, og' þvo þá úr saltvatni, ef skán
sest á þá, sem helst vill verða í óþurkatíð. — Ostarnir urðu g'óð-
ir og jafnir í gegn með þessari aðferð.
Jeg man þegar jeg var ung', að talað var um, að það væru
góðir ostar í Skaftártungu, og' væri gaman að sjá þaðan eitthvað
um ostagerð. G. A.
Kartöflusúpa.
Efni: Vatn, kartöflur, graslauksvisk, smjör, hveiti, múskat,
egg, sykur, salt. — Kartöflurnar eru flysjaðar og' látnar í kalt
vatnið ásamt laukviskinni, soðið undir loki við hægan eldy þang-
að til kartöflurnar eru meyrar, þá eru þær teknar upp úr og'
marðar í gegn um grófsáld eða kartöflupressu (eða malaðar í
kjötkvörn) og soðinu smáhelt í, svo betur gangi niður. Smjörið
er brætt, hveitið hrært í og þynt út með soðinu og' látin koma
upp á því suðan. Þá er kartöflumaukið og kryddið látið í og svo
látið sjóða í 20 mínútur. Egg'in eru látin í súpuskálina og hrærð
með sykrinu, og súpunni smáhelt út í. Borðað með kjöt- eða fisk-
snúðum og' ýmsum rótarteningum. (Eggjunum og' snúðunum má
sleppa ef vill, súpan er góð samt).
Grœnkálssúpa.
(Efni: Grænkál, vatn, hvítur pipar, grænmetis- eða kjötsoð,
salt, sykur). Grænkálið er hreinsað, blaðstilkurinn og miðrifið
tekið úr blaðinu. Grænkálið er látið í kalt vatnið ásamt saltinu,
vatnið haft eins lítið og hægt er. Soðið þangað til kálið er vel
meyrt. Sýjað frá, fært upp í grófsáldið og soðið látið síga vel
af, þá er kálið malað í kjötkvörn eða saxað. Þá er smjörið brætt,
hveitinu hrært í, þynt með heitu grænmetis- eða kjötsoðinu og
nokkru af grænkálssoðinu, þá er maukið og kryddið látið ofan í
og' látið sjóða í 20 mín. Ef kjötsoð er haft eða sterkt grænmet-
issoð, má hafa harðsoðin egg klofin í súpuna og bollur eða rót-
arteninga. (En þessu má sleppa ef vill). Blómkálssúpur og gul-
rófusúpur má sjóða á sama hátt og hjer er lýst. G. Þ. B,