Hlín - 01.01.1930, Page 114
112
Hlín
Pönnukökwr.
Kaldai- pönnukökur má gera sem nýbakaðar með því að sá á
hverja fyrir sig einni teskeið af vatni, hvolfa diski yfir og láta
þær um stund inn í vel volgan bakarofn. Á sama hátt má fara
með lummur. Elin.
Kona í Mýrasýslu skrifwr: — Jeg hef orðið þess vör að fólki
gengur oft illa að fá hval vel súrsaðan.
Kornsýra hefur reynst mjer best, og vil jeg gefa hjer leið-
beiningu í því, ef einhverjum gæti komið það að gagni.
5 kíló af korni er soðið í ca. 100 pottum af vatni, þangað til
belgurinn er vel sprunginn sundur, þá er seyðinu helt í vatns-
helt ílát, síðan er það byrgt vel. Eftir 1—2 mánuði má
svo láta hvalinn ofan í; gott er að lu-æra upp í þessu, af því
kornið vill setjast á botninn. — Einnig má súrsa í þessu svið
og lundabagga. 0. V.
Innlendar jurtír til lyfja.
Æskilegt væri að »Hlín« gæti flutt fyrirsagnir um notkun ís-
lenskra jurta til lyfja. Þekking almennings á notagildi jurtanna
er raunalega lítil, en þeir fáu sem vita meira um þetta, ættu ekki
að láta þekkingu sína fara með sjer í gröfina, og væri þá vel,
ef »Hlín« gæti varðveitt eitthvað af slíkum fróðleik.
Reynsla eldra fólksins má eklci glatast; hún á að ganga að
erfðum til nýrra kynslóða. Margt af því, sem kallað var kerl-
ingabækur fyrir mannsaldri síðan, er nú viðurkent sem vísindi.
Jeg ætla að setja hjer tvær fyrirsagnir um lyf, sem vel hafa
reynst. Vona jeg að fleiri komi á eftir:
Ráö viö blöðrubólgu.
Blöðrubólga er hvimleiður og þrálátur kvilli, sem þjáir, margar
konur. En til er íslenskt lyf við blöðrubólgu, sem vera mun næst-
um óbrigðult. Það er vallhumalsseyði. Hnefafylli af vallhumli
er soðin í lítra af vatni í Vz tíma. Er svo drukkinn bolli af seyð-
inu tvisvar eða þrisvar á dag. Best mun vera að taka blöðin
áður en jurtin blómgast, og má geyma þau þurkuð vetrarlangt.
Vallhumall (aehillea millefolium) vex víðsvegar um land alt.
Hann verður stórvaxinn og fallegur í ræktaðri jörð, og á skilið
að lögð sje rækt við hann, bæði sem skrautjurt og til lyfja. Auk
þess er hann talinn gott fóðurgras. Björg á Brúnum.