Hlín - 01.01.1930, Síða 131
Husmæðraskólinn á Hallormsstað
tekur til starfa 1. nóvember 1930. Námstími 2 vetur, 6
mánuðir hvorn. Skólinn starfar í 2 deildum. í yngri deild
verða aðalnámsgreinar: íslenzka, reikningur, náttúrufræði,
danska, saumaskapur, vefnaður og prjón. En í eldri deild:
Aðallega matreiðsla og heimilisstjórn. — Inntökuskilyrði
eru: Nemendur séu ekki yngri en 18 ára; skulu þeir hafa
lokið fullnaðarprófi samkvæmt fræðslulögum, og hafa
heilbrigðisvottorð. Nemendur, sem óska inntöku í eldri
deild, skulu hafa alþýðuskólafræðslu eða aðra fræðslu álíka.
Skólinn leggur nemendum til ókeypis: Ljós, hita og
rúmstæði með dýnum, en nemendur rúmfatnað. Nemend-
ur greiði 100 kr. í skólagjald fyrir hvert skólaár og 60
kr. fyrir fæði um mánuðinn fyrra veturinn, én 55 kr. um
mánuðinn seinna veturinn. Nemendur hafi ábyrgð fyrir
skilvísri greiðslu skólak'ostnaðar. Umsóknir sendist
undirritaðri.
Sigrún P. Blöndal
skólastýra. Símstöð: Hallormsstaður,
Garðyrkjunámsskeið
verður haldið á Knararbergi í nánd við Akureyri, vorið,
sumarið og haustið 1931. Vornám frá 1. maí til 30. júní.
Sumarnámskeið frá 1. maí til 1. okt. Nemendur hafa
alt frítt á námskeiðum þessumi Umsóknir ber að senda
fyrir febrúarlok til forstöðukonunnar
Guðrúnar Þ. Björnsdóttur Knararbergi.
Nánari upplýsingar má fá hjá Sveinbirni Jónssyni í síma
190 Akureyri.
KVÆÐI og LEIKIR FYRIR BÖRN (2. útgáfa), safnað
hefur Halldóra Bjarnadóttir, fæst hjá útgefanda (H. B.)
Verð kr. 2.00-lltanáskriít Halldóru Bjarnadóltur er »Hlín« Reykjavík.